Réttur


Réttur - 01.01.1953, Page 67

Réttur - 01.01.1953, Page 67
RÉTTUR 67 IV. Heimsmarkaður kapítalismans er í dag aðeins brot, aðeins skuggi af því sem hann áður var. Aðalástæðan er auðvitað sú, að auð- valdsríkin hafa að mestu skorið á viðskiptatengsl sín við þriðjung af mannkyninu. Þar við bætist hin skefjalausa drottnun Bandaríkj- anna yfir auðvaldsheiminum, drottnun sem bæði kemur fram í vitfirrtri hervæðingu, sem nú er unnið að að undirlagi Bandaríkj- anna, og ennfremur í hinni hamslausu sérhagsmunapólitík, sem þau beita aðrar þjóðir í verzlunarviðskiptum sínum við þær. Allar innri mótsetningar auðvaldsskipulagsins hafa á síðustu ár- um komið fram með meira offorsi en þekkst hefur áður. Þjóðfrelsis- kenndin hjá nýlenduþjóðunum hefur enn magnast og er nú svo komið, að ríki eins og Bretland og Frakkland verja verulegum hluta af útgjöldum sínum í beinan styrjaldarrekstúr gegn eigin nýlenduþjóðum. Kreppur og aðrar framleiðslutruflanir verða æ tíðari og harðari, yfir 50 milljónir manna eru nú algerlega eða því sem næst algerir atvinnuleysingjar, hervæðing alls atvinnu- og efnahagslífs hefur haft í för með sér óhemju lífskjaraskerðingu alls almennings. Bein afleiðing af þessu öllu er síharðnandi stétta- barátta innan auðvaldsríkjanna. Hervæðingin krefst mikils fjármagns. Þannig vörðu Danir fyrir fjórum árum síðan einni milljón d. kr. dag hvern í her sinn. Nú kostar hervæðingin þá þar á móti rúmar þrjár millj. d. kr. hvern dag. Á fjárhagsárinu 1937—’38 námu herútgjöld Bandaríkjanna 1.000 millj. dollara, en á yfirstandandi fjárhagsári nema samsvar- andi útgjöld þeirra 58.200 millj. dollara, eru með öðrum orðum nær því sextíu sinnum meiri! Utgjöld Atlantshafsbandalagsríkjanna vegna hervæðingarinnar hafa verið samanlagt sem hér segir: 1949— ’50 ................. 19.3 millj. dollarar 1950— ’51 ................. 30.7 millj. dollarar 1951— ’52 ................. 59.6 millj. dollarar 1952— ’53 ...................74.8 millj. dollarar Þetta fé er allur almenningur í auðvaldsríkjunum látinn inna af höndum ýmist með beinum eða óbeinum sköttum, með sífelld- um verðhækkunum á almennum neyzluvörum og á annan hátt með skerptu arðráni. Á yfirstandandi fjárhagsári eru beinir skattar í Bandaríkjunum 12 sinnum hærri en þeir voru 1937—38, en reiknað hefur verið út í bandarískum hagtiðindum, að Truman hafi á þeim tíma, sem hann var forseti innheimt meiri skatta en 31 fyrirrennarar hans

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.