Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 8
8 RÉTTUR Á grunni þessarar þjóðfélagslegu undiröldu, þessarar upp-reisn- ar alþýðunnar frá þrautkúgaðri undirlœgjustétt til forustustéttar þjóðarinnar, rís hið þriðja blómaskeið íslenzkrar menningar, það, sem vér nú lifum á. Alþýða íslands smíðar sér í harðvítugri lífsbaráttu, þau voídugu verklýðssamtök, sem í áratuga átökum við yfirstétt og afturhald skópu alþýðunni mannsæmandi kjör um skeið, áður en erlent vald hóf afskipti sín af innanlandsmálum íslands og byrjaði árás þá á lífskjör alþýðunnar, sem nú stendur yfir. En mannsæmandi lifskjör alþýðu, frjáls og djarfur hugur hinna vinnandi stétta er grundvöllur allrar sannrar þjóðmenningar. Alþýðan skóp sér, fálmandi og leitandi fyrst, en að lokum mark- víst og djarflega, forustuflokk, til þess að stjórna sókn hennar gegn auðvaldi, atvinnuleysi og áþján, fram til frelsis og sósíalisma: Sam- einingarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn. í krafti skilnings síns á lögmálum þjóðfélagsþróunarinnar, í krafti stórhugs rísandi stétt- ar, benti Sósíalistaflokkurinn, flokkur alþýðunnar, þreyttri, hálf- uppgefinni borgarastétt íslands á leiðina til nýsköpunar atvinnu- lífsins 1944 og hreif hana með til þess að leggja grundvöll að beztu efnahagslegri afkomu, sem þjóðin hefur búið við, — unz erlent vald náði tökum á forustumönnum borgarastéttarinnar og setti ísland aftur undir erlendar arðránsklær. Með frelsisbaráttu rísandi alþýðu að bakgrunni, með réttlætis- kröfu hins kúgaða manns að leiðarljósi, með sósíalismann að and- legum aflgjafa, rísa hinir „rauðu pennar“, skáldakynslóð alþýðu- hreyfingarinnar, upp til þeirra hæða, sem list og ritsnilld íslands hefur nú náð. Sem tjáendur tilfinninga alþýðunnar og andlegir brautryðjendur í baráttu hennar í senn, sækir glæsilegasta skálda kynslóð, sem ísland hefur nokkru sinni átt, fram og setur svip hámenningar og fegurstu listar á lífsbaráttu fátækrar, en stórhuga íslenzkrar alþýðu. Það er stórt skref frá heiftþrunginni ádeilu og bölbænum hins andlega risa, Hjálmars í Bólu, til bítandi háðs og húðflettingar á yfirstéttinni í ritsnilld Þorbergs, — til titrandi samúðar, töfrandi skilnings og eldheitra hvatninga í krafti þess arfs, sem íslands á, í kvæðum Jóhannesar úr Kötlum, — til óvið- jafnanlegrar persónusköpunar og sígildrar skáldsagnalistar Halldórs Kiljan Laxness, þar sem sterkustu einkenni íslenzks þjóðaranda í þúsund ár eru rist af slíkri list, að eigi er aðeins sem flestar íslendingasögurnar lifni á ný, heldur varpa listaverk hans, af því þau standa á hátindi þess ,sem bókmenntasagan þekk- ir, enn einu sinni þeim bjarma á ísland um allan heim, sem land c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.