Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 83
RÉTTUR
83
Samt gæti þetta verið viðunandi fyrir Sogsvirkjunina og raf-
magnsnotendur, ef tryggt væri að virkjunum yrði hraðað svo mikið
að örugt væri, að ekki þyrfti aftur að taka til stöðugs reksturs
olíustöðvarinnar eða til skömmtunar.
Þess vegna lagði ég til í stjórn Sogsvirkjunarinnar að stjórn su
gæti sagt samningnum við áburðarverksmiðjuna upp með þriggja
ára fyrirvara, ef henni þætti tvísýnt að nýjar virkjanir yrðu nógu
fljótt til. Stóð ég einn með þeirri tillögu og greiddi þá atkvæði
gegn samþykkt samningsins, er hún hafði verið felld. En samning-
urinn skuldbindur Sogsvirkjunina til 15 ára. — Síðan flutti ég
tillöguna á Alþingi um virkjun Efri fossanna við Sogið, sem
lika var felld.
Auðséð hefur verið á öllu að ríkisstjórnin hefur viljað knýja
fram samningana, svo hagstæðir sem þeir eru áburðarvehksmiðj-
unni og svo mikið öryggisleysi, sem í þeim felst bæði fyrir raf-
magnsnotendur í Reykjavik og sunnan lands og fyrir Sogsvirkj-
unina sem fyrirtæki.
Er það nú bara lofsverður áhugi fyrir áburðarframleiðslu handa
iandbúnaðinum, sem hér kemur fram hjá ríkisstjóminni, eða býr
eitthvað meira á bak við, jafnvel vissir sérhagsmunir amerísks
auðvalds og handgenginna manna þess hér heima.
Við skulum rifja upp nokkur atriði í sambandi við sögu áburð-
arverksmiðjunnar, sem ég rakti nokkur í þingræðum um það mál
s.l. vetur, — einkum þá með tilliti til þess að sýna fram á sér-
stakan áhuga amerískra manna á því máli.
1. Við samþykkt núgildandi laga um áburðarverksmiðju, sem
upphaflega voru lögð fram af ríkisstjórninni í þeirri mynd að
hún væri ríkiseign, leggur Björn Ólafsson, einn handgengnasti
maður ameríska auðvaldsins, til á síðasta stigi málsins að verk-
smiðjan skuh „rekin sem hlutafélag“, ef hægt sé að fá einkaaðila
til að leggja fram 4 milj. kr. í hlutafé af 10 milljóna hlutafó alls og
skuli þá ríkið eiga 6 milljónir. Þetta fæst samþykkt á síðustg
dögum þingsins gegn atkvæðum Sósíalistaflokksins.
2. Á næsta þingi lýsa ráðherrar Framsóknar því yfir, vegna
ádeilna okkar sósíalista á það óreiðuástand, sem lögin um áburð-
arverksmiðjuna komust í við þessa breytingu, að hlutafélagið sé
eigandi verksmlðjunnar. Við sósialistar mótmæltum þessu harð-
lega. Áburðarverksmiðjan mun kosta upp undir 125 milljónir króna
(minnst 104) og ef hlutafélag með 10 milljón króna hlutafé á að
eiga hana, þá sér hver maður hvílíka eign er verið að gefa hlut-