Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 11
RÉTTUR
11
fyrirmynd frá Suður-Ameríku og kalla það auðvitað „lýðræði"
En þeir óttast þá uppreisn þjóðarinnar gegn íslenzkum yfirstéttar-
her, sem þegar er hafin, og birtist í samþykktum hvers einasta
íslenzks félags gegn hernum, ef það fær að greiða atkvæði frjálst.
Ameríska kúgunarvaldið á íslandi skipuleggur njósnakerfi, sem
gerir fyrirmæli danska kúgunarvaldsins til Trampe greifa um að
komast eftir skoðun embættismanna á íslandi á stefnu stjórnar-
innar að broslegum barnaskap — ef borin er saman. Nú heimta
bandarísk yfirvöld á íslandi og embættismenn þeirra skriflegar
skýrslur um skoðanir hvers verkamanns, — í nafni skoðanafrels-
isins. Og þessi vesalmenni halda að þeir beygi þjóð Ingjaldar í
Hergilsey, þjóð Illuga í Drangey, með þessháttar skipulagningu
flugumennsku og varmennsku.
Ameríska kúgunarvaldið er að reyna að sýkja og spilla íslenzku
þjóðinni. Hin smekklausa, lítilsiglda auðmannastétt Bandaríkj-
anna lætur leigða áróðursmenn sína vinna að því að draga þjóð
vora, eina smekkvísustu bókmenntaþjóð veraldar, niður á andlega
ömurlegt ómenningarstig amerískra auðdrottna. Erindrekar Banda-
ríkjanna á íslandi knýja það fram að hér séu sýndar siðspillandi
og smekkspillandi amerískar kvikmyndir. Lög íslands eru brotin
til þess að reyna að æra íslendinga með amerísku útvarpi, meðan
ekki er alveg búið að útrýma allri íslenzkri hugsun úr ríkisútvarp-
inu. Með þrælameðferð, mútum og harðstjórn á víxl, er reynt að
píska undirgefnina, — þann löst, sem fjarskyldastur hefur verið
íslenzku eðli, — inn í sál allra, sem komast í tæri við ameríska
kúgunarvaldið. Lífshamingja hundraða íslenzkra kvenna hefur
þegar verið eyðilögð í spillingu þess árásarhers, sem 43 þingmenn
kölluðu inn í landið að boði amerísks auðvalds.
Stefna hins ameríska kúgunarvalds og íslenzkra erindreka þess
er að siðspilla, lítillækka, forheimskva svo íslenzku þjóðina að hún
í auðmýkt og hræðslu ofurselji því land sitt og sjálfa sig til fram-
búðar. Eins og erindrekar danskra kúgara notuðu óttann við
ímyndað helvíti til þess að hræða fákunnandi, táplitlar sálir 17. og
18. aldar til eilífrar undirgefni og þrælsótta við erlent kúgunar-
vald, svo beita nú Ameríkanar og erindrekar þeirra bábilju rússa-
grýlunnar til þess að hræða andlega ístöðulítið fólk til undirlægju-
háttar við amerískt auðvald.
★ ★ ★
En allt mun koma fyrir ekki. Öll áróðursvél Ameríkana vinnur
fyrir gíg.