Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 34
34
RETTUR
Frumvarp þetta fékk þá afgreiðslu á þinginu, að því var vísað
til Nýbyggingarráðs, er þá var nýlega stofnað. Sýndi það sig sem
fyrr, að ekki var hægt lengur að ganga framhjá tillögum Sósíal-
istaflokksins, enda hjálpaði hin knýjandi þörf til að reka á eftir
breytingum á þessum málum.
Nýbyggingarráð tók málið til ýtarlegrar athugunar, og urðu
niðurstöður þess mjög hinar sömu. Það skilaði að vísu frumvarpi
með nýju nafni, þ. e. frumvarpi til laga um „landnám, nýbyggðir
og endurbyggingar í sveitum", í ýmsum atriðum breytt frá hinu
fyrra. En heildarstefnan var nákvæmlega hin sama og öll bygg-
ing þess svo lík, að engum sem bar þessi tvö frumv. saman duldist
að hér var sama mál á ferðinni. Enda margar greinar samhljóða
í báðum.
Þetta mál varð að lögum á þingi 1946 og tók gildi 1. júlí 1947.
Ennfremur samdi Nýbyggingarráð nýtt frumvarp um breytingu
á lögum um Ræktunarsjóð, er náði samþykki á fyrri hluta árs
1947 og tók gildi um leið og hið fyrrnefnda.
Þeir sem bezt fylgdust með og tóku þátt í gangi þessara mála
vita vel, að það var fyrst og fremst fyrir ákveðna baráttu Sósíal-
istaflokksins, að þau komust svo heil í höfn. En þýðingu þeirra
verður bezt lýst með því að lýsa þeim framkvæmdum sem unnar
hafa verið samkvæmt ákvæðum þeirra, þau tæp sex ár, er þau
hafa verið í gildi.
II. kafli laganna fjallar um landnám ríkisins, þar sem gert er
ráð fyrir að undirbúin sé ræktun lands, þar sem stofnuð verði
byggðahverfi, einstök býli eða meiri háttar ræktunarframkvæmdir
hafnar við kauptún og kaupstaði. Er ráð fyrir gert að landið verði
ræst fram, girt, lagðir vegir, sem tengdir verða aðalvegum
nærliggjandi byggða, og lagðar aðalæðar til vatnsleiðslu og byggð-
in skipulögð.
Samkvæmt þessum ákvæðum, hefur verið hafizt handa um slíkar
framkvæmdir í átta héruðum landsins. Eru það þessir staðir:
Ölfushreppur í Árnessýslu.
Þinganes í Austur-Skaftafellssýslu.
Hvolsvöllur í Rangárvallasýslu.
Víðimýri og Lýtingsstaðahreppur í Skagafjarðarsýslu.
Skinnastaðir í Austur-Húnavatnssýslu.
Reykhólar í Barðastrandasýslu.
Ljósavatnshreppur í Suður-Þingeyjarsýslu.
Auðkúla í Austur-Húnavatnssýslu.
Á þessum stöðum öllum hafa verið lagðir 59.483 m. af girð-