Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 21

Réttur - 01.01.1953, Side 21
RÉTTUR 21 lifandi skyldi steingrár fallbyssukjaftur rísa upp úr tóft- arbrotinu, sem hann ætlaði að refta yfir, þegar hann hefði efni á að kaupa sér dráttarvél. Dráttarvélar eru betri en fallbyssur. Hann gat ekki hugsað sér neitt eins ömurlegt eins og auðan bæ og gapandi fallbyssu í grænu túni. Kona hans kom til hans, þar sem hann stóð við borðið. Hún lagði aðra höndina á öxl hans, en með hinni ýtti hún við bréfinu — það féll á gólfið. Sólskinið flæddi um grænt túnið, hann var allur að glaðna til, spegill hafsins orðinn tær og blikandi og hinu- megin við sléttan flóann reis hvítur jökullinn eins og hann væri að teygja sig upp í blámann. — Sjáðu jökulinn, sagði hún. — Já, sagði hann. Svo varð þögn. Það sauð í katlinum á eldamaskínunni, gufan rauk út um stútinn, svo spýttist vatnið niður á heita vélina með háu hvissi. — Og hvað ætlarðu að gera, sagði hún og leit í augu hans. Þau horfðust í augu. Það var nýtt blik í augum hennar, leiftrandi og skært eins og sólargeisli, sem fellur á kristallstæra lind. — Við förum ekki, sagði hann og tók hana í fang sitt. ' — Förum ekki, sagði hún. — Þó að þeir komi á öllum sínum skriðdrekum með allar sínar byssur förum við ekki heldur. Við getum það ekki, viljum það ekki, megum það ekki, sagði hann og tók fast á henni. — Megum það ekki — aldrei, hvislaði hún og kyssti hann. Og sólin hélt áfram að skína.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.