Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 15
Hið dulda innsigli
Eftir SIGURJÓN EINARSSON frá Ketildölum.
Bærinn stóð í miðju túninu steinsnar frá sjónum. Þetta
var ekkert stór bær og þetta var ekkert stórt tún og hjónin,
sem bjuggu þar áttu sömu drauma og sömu vonir og afar
okkar og ömmur hafa átt í þúsund ár. Þennan frumræna
draum, er snert hefir dulið innsigli í hjarta fátæks manns
og knúið á, frá fyrstu tíð. Þessa óbælanlegu þrá — að lifa í
friði í landi sínu, ala nýja kynslóð, sjá hana vaxa, sjá nýjan
og betri tíma renna upp, sjá nýtt ísland, þar sem öllum
líður vel.
Þetta voru ákaflega heiðarleg hjón, sem fóru í þorps-
kirkjuna á hverjum sunnudegi með sín fimm börn og trúðu
því í einlægni, að það væri yfirnáttúrleg ráðstöfun, að
sumir væru fátækir og sumir ríkir. Verkstjórinn var vinur
þeirra og þau drukku oft hjá honum kaffi. Og þegar þau
fóru heim stakk hann spegilfögrum tuttuguogfimmeyringi
í lófana á börnunum, klappaði pabba þeirra á öxlina og
sagði að það væri óskandi, að allir væru eins og hann.
Svo fylgdi verkstjórafrúin þeim stundum á leið, labbaði
með þeim spölkorn út fyrir plássið og talaði um hvað væri
gaman að búa í sveitinni. Það væri líka svo hollt fyrir bless-
uð bömin. Svo kyssti hún þau öll. Svona var hún lítillát,