Réttur


Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1953, Blaðsíða 14
14 RÉTTUR Nú verður sokn alþýðunnar, sókn þjóðarinnar að hefjast að nýju. Það skal vera stolt þessarar kynslóðar gagnvart öllum öðrum er á íslandi hafa lifað: að hrekja hinn ameríska innrásarher brott af landi voru með orðunum einum: uppsögn hernámssamnings- ins, knúin fram af mótmælum einhuga alþýðu, er fylki þorra þjóð- arinnar um málstað íslands. Það skal vera stolt þessarar kynslóðar að efla enn þá þjóð- menningu vora, sem með reisn sjálfrar alþýðunnar upp úr niður- lægingunni rís til þess hæsta þroska, sem menning vor hefur enn náð, með mönnum eins og Stephani G. Stephánssyni og Halldóri Kiljan Laxness. Sú menning skal gefa oss þá andlegu yfirburði, sem vér þurfum til þess að sigra í gerningarhrið afturhaldsins. Sú menning skal varpa á land vort þeim ljóma í augum heimsins, sem það þarf til þess að amerískri harðstjórn takist ekki að fela myrkraverk sín hér, kúgunina við smæstu þjóð veraldar, og eyða henni, án þess veröldin viti af. Það skal verða stolt þessarar kynslóðar að beizla í frjálsu landi þau gjöfulu öfl og ótæmandi orku, sem búa í skauti fósturjarðar vorrar, og skapa íslenzkri þjóð allsnægtir í stað þeirrar örbirgðar og smánar, sem nú er verið að reyna að leiða yfir hana. Fólk vort mun brjótast brautina til enda, með arfinn frá Edd- unum og íslendingasögunum, heiðan hug og hetjuskap í hjarta sínu, — með minningarnar frá frelsisbaráttu undanfarinna alda, dauða Jóns Arasonar, baráttu Jóns Sigurðssonar, fyrir hugskots- sjónum sér — ganga hugdjarft veginn sem Þorsteinn Erlingsson og Stephan G. vísuðu, bera fram til sigurs þann fána frelsisins, sem fátækir sjómenn og verkamenn hófu á loft um aldamótin og lýst hefur veginn framundan síðan. „Enginn stöðvar þá göngu, þótt leiðin sé löng, fólkið leysir með hörku, ef auðmjúkt það batt“. Og alþýðan, sem frelsar ísland, mun frelsa sjálfa sig af öllu því oki, sem hún hefur búið undir um aldirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.