Réttur - 01.01.1953, Side 14
14
RÉTTUR
Nú verður sokn alþýðunnar, sókn þjóðarinnar að hefjast að
nýju.
Það skal vera stolt þessarar kynslóðar gagnvart öllum öðrum
er á íslandi hafa lifað: að hrekja hinn ameríska innrásarher brott
af landi voru með orðunum einum: uppsögn hernámssamnings-
ins, knúin fram af mótmælum einhuga alþýðu, er fylki þorra þjóð-
arinnar um málstað íslands.
Það skal vera stolt þessarar kynslóðar að efla enn þá þjóð-
menningu vora, sem með reisn sjálfrar alþýðunnar upp úr niður-
lægingunni rís til þess hæsta þroska, sem menning vor hefur enn
náð, með mönnum eins og Stephani G. Stephánssyni og Halldóri
Kiljan Laxness. Sú menning skal gefa oss þá andlegu yfirburði,
sem vér þurfum til þess að sigra í gerningarhrið afturhaldsins.
Sú menning skal varpa á land vort þeim ljóma í augum heimsins,
sem það þarf til þess að amerískri harðstjórn takist ekki að fela
myrkraverk sín hér, kúgunina við smæstu þjóð veraldar, og eyða
henni, án þess veröldin viti af.
Það skal verða stolt þessarar kynslóðar að beizla í frjálsu landi
þau gjöfulu öfl og ótæmandi orku, sem búa í skauti fósturjarðar
vorrar, og skapa íslenzkri þjóð allsnægtir í stað þeirrar örbirgðar
og smánar, sem nú er verið að reyna að leiða yfir hana.
Fólk vort mun brjótast brautina til enda, með arfinn frá Edd-
unum og íslendingasögunum, heiðan hug og hetjuskap í hjarta
sínu, — með minningarnar frá frelsisbaráttu undanfarinna alda,
dauða Jóns Arasonar, baráttu Jóns Sigurðssonar, fyrir hugskots-
sjónum sér — ganga hugdjarft veginn sem Þorsteinn Erlingsson
og Stephan G. vísuðu, bera fram til sigurs þann fána frelsisins,
sem fátækir sjómenn og verkamenn hófu á loft um aldamótin
og lýst hefur veginn framundan síðan.
„Enginn stöðvar þá göngu, þótt leiðin sé löng,
fólkið leysir með hörku, ef auðmjúkt það batt“.
Og alþýðan, sem frelsar ísland, mun frelsa sjálfa sig af öllu því
oki, sem hún hefur búið undir um aldirnar.