Réttur


Réttur - 01.11.1962, Síða 4

Réttur - 01.11.1962, Síða 4
276 R E T T U R að gera þetta TIL ÞESS að þessi auðmannastétt geti sajnað gróða, og eytt honum í óhófslíf eða sett hann í gróðafyrirtœki, allt eftir því sem henni þóknast. — Það er m. ö. o. verið að fórna heill og ham- ingju, vinnuþreki og velferð liins vinnandi fólks í því skyni að sajna auði á örfárra manna hendur. Þoð er þcssi svívirðilegi tilgangur, þetta IitilsigIda takmark auð- söfnunar einstakra manna, sem verið er að beygja vinnandi þjóð Islands undir. Sú hugsjón: að vinna að velferð fjöldans er lótin þoka til hliðar, er hædd og smóð af skriðdýrum auðdrottnunarinnar, — er útlæg gerð af „sérfræðingum" auðvaldsins. Það er þessi „boðskapur" Mammons, það er þessi kúgun hinnar vinnandi þjóðar, sem alþýða Islonds þarf að binda cndi ó. II. Þjóð vor hefur verið stolt þjóð. Hún hefur fyrst og fremst sett manngildið hótt, mctið manninn eftir afrekum hans, vinnu og monn- kostum, — ekki eftir ouð og embættum. Það hefur verið reisn yfir þjóð vorri, reisn yfir sögu hcnnar, bók- mcnntum hennar, undravcrðu lífi hennar. Hún hefur vegna skapandi móttar sins, vinnu sinnor og þrautseigrar baróttu, gctað borið höf- uðið hótt mcðal hvaða stórþjóðar sem var. Þessi reisn ó rót sina oð rekja til þcss að hún var vinnandi, strið- andi þjóð, — starfandi fóik, sem bnrðist með höndum sinum og hcila við óbliða nóttúru, dofa og drunga crfiðs umhverfis, kúgun og kvöl af hólfu ógengra yfirstétta, — fólk, sem mat manninn eftir þrótti hans og hugrekki i þessu lifsstríði. Islenzk þjóð var um aldirnar þjóð Auðar og Ingjalds og Einors Þveræings, cn ekki þjóð Barkar digra, Eyjólfs gróa eða Guðmundar ríka. Hefði andi og afstaða hinna síðarnefndu gegnsýrt hana, hcfði hún aldrci orðið sú stórþjóð mannlegrar reisnar, sem hún hefur verið í eðli sinu, í bókmcnntum sinum — hcldur hefði hún orðið litilsigld þjóð, sem mænt hefði i auðmýkt upp til þeirra, er hótt stóðu í mann- félagsstiganum og flaðrað fyrir þeim, er óttu mikinn auð. Og þegar svo hefði verið komið, hefði hún ekki ótt langt eftir sem þjóð. Og það er verið að reyna að gera hana að slíkri siðferðilegri smá- þjóð nú. Stephan G. Stephanggon lýsti sál íslendingsins svo í „Hergilseyjar- bóndanunt“ forðum;

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.