Réttur - 01.11.1962, Page 21
R É T T U R
293
framsókn auðvaldsins, stríðshættunni. Georgi Dimitroff gagnrýndi
þá harðlega einangrunartillmeigingar í ýmsum kommúnistaflokk-
um. Slíkar tilhneigingar eru alllaf skaðlegar en verða margfalt
hættulegri á þeim tíma þegar fasisminn sækir fram. Tilhneigingar
til einangrunar eru þá ekki lengur „barnasjúkdómar“ vinstri-
mennsku heldur — eins og Dimitroff komst að orði — rótfast ill-
gresi sem verður að slíta upp ef skapa á samfylkingu.
Georgi Dimitroff sýndi enga hlífð kreddumönnum og einangrun-
arsinnum sem hafa lært utan að formúlur en skilja ekki breyttar
kringumstæður. Hann hæddist að þeim fátæklega áróðri sem kreddu-
bundin afstaða til marxismans og flokkssamþykkta fæðir af sér.
A sjöunda þingi Komintern sagði liann frá atviki sem hann var vitni
að í Þýzkalandi. Kommúnisti nokkur hélt ræðu á fundi atvinnu-
leysingja í Berlín eftir að fasisti nokkur hafði „afhjúpað arðrán og
kúgun kapítalista með uppgerðarofsa. Kommúnistinn ætlaði að
skýra verkamönnum frá einni af síðustu samþykkt miðstjórnar-
fundar Komintern. En hvað sagði hann? „Aðalverkefnið sem Kom-
intern setur okkur er að vinna meirihluta verkalýðsins á okkar band“
(Hlátur). Miðstjórnarfundurinn ályktaði að hreyfingu atvinnuleys-
ingja yrði að „gera pólitíska“ (Hlátur). Miðstjórnarfundurinn
boðar að liún skuli „liafin á æðra stig“...Gat þetta haft áhrif á
atvinnuleysingjana? Gátu þeir verið ánægðir með það, að fyrst
átti „að gera þá pólitíska" siðan „byltingasinnaða“ og að lokum
átti að lyfta hreyfingu þeirra „á æðra stig“. Gagnrýni Dimitroffs
ó hvers konar kreddufestu og sértrúarvillu varðveitir þýðingu sína
enn þann dag í dag.
Með barállu fyrir samfylkingu verkalýðsins skyldi að dómi Dimi-
troffs vera lögð traust undirstaða til að byggja á breiða jjöldalireyf-
ingu — andfasíska þjóðfylkingu. Hugmyndin um þjóðfylkingu sem
sett var fram í ræðu Dimitroffs á sjöunda þingi Komintern var
byggð á ýtarlegri rannsókn á reynslu ýmissa flokka, einkum Komm-
únistaflokks Frakklands. Hér — sem í öllu starfi Dimitroffs — kom
fram sá eiginleiki hans að geta sameinað raunsæja veruleikaskynjun
og skarpa lenínska skilgreiningu og stuðning við allt hið nýja sem
kommúnista- og verkalýðshreyfingin getur af sér. Skipulagsform
þjóðfylkinganna í Frakklandi, á Spáni, í Chile eru nú eign sögunnar,
en framlag þeirra til þróunar byltingarhreyfingarinnar mun um
aldir skráð ó gulltöflur marxismans og leninismans.
Þjóðfylkingarhugsjónin bar glæsilegan ávöxt á árum heimsstyrj-