Réttur


Réttur - 01.11.1962, Síða 25

Réttur - 01.11.1962, Síða 25
R E T T U R 297 þjóðum til að ganga lil þátltöku í stjórnmálum heimsins. Við lilið Sovétríkjanna og öreiga allra landa börðust þessar þjóðir gegn aft- urhaldssömustu öflum heimsvaldastefnunnar. Síðar breyttust póli- tískar hreyfingar með þessurn þjóðum í voldugan múrbrjót sem malaði niður nýlendukerfið. * Þær hugmyndir, sem Georgi Dimitroff átli svo mikinn þátt í að setja fram eru vel varðveittar í vopnabúri hinnar kommúnistísku hreyfingar, því þær hafa staðizt prófraunir tímans. A þeim aldar- fjórðungi sem síðan er liðinn hafa margir og miklir atburðir gerzt: heimsstyrjöldin síðari og ósigur fasismans, ný voldug byltingaalda. hrun nýlenduvalds, sósíalistísk uppbygging í mörgum löndum, Sovét- ríkin hafa hafizt handa um uppbyggingu kommúnistísks þjóðfélags, sósíalistísku í'íkin eru orðin ákvarðandi þáttur í þróun heimsins. 1 ljósi liðinna atburða er einkum þýðingarmikið að undirstrika þýð- ingu einingar verkalýðsins, einingar alls vinnandi fólks, allra ]ýð- ræðissinna í baráttu gegn fasisma og stríði. Sagan hefur kennt okkur að ef náðst hefði nauðsynleg eining á réttum tíma og hefði henni verið fylgt eftir rösklega og hiklaust eins og kommúnistar reyndu alltaf að koma til leiðar, þá liefðu verkalýður og þjóðir margra landa ekki orðið að þola hræðilegar afleiðingar fasismans og þess tortímingarstríðs sem hann efndi til, afleiðingar þungbærra ósigra og blóðfórna. Hin kommúnistíska hreyfing hefur lært mikið af sögunni og því ber hún hátt fána sameiginlegrar baráttu, sem er óhj ákvæmilegt skil- yrði fyrir árangri í baráttunni fyrir afvopnun og friði, lýðræði og sósíalisma. Sérstaka þýðingu fær nú þess háttar sameiginleg barátta í sambandi við tilraunir einokunarhringanna til að sameinast (í Efnahagsbandalaginu eða öðrum formum ,,samruna“) gegn sósíal- istískum öflum, gegn verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsishreyfingu. * Komintern var óhj ákvæmilegur þáttur í þróun kommúnistískrar hreyfingar. Það hafði þýðingarmiklu hlutverki að gegna i útbreiðslu marxisma-leninisma, þjálfun kommúnistaflokka og forystuliðs þeirra, virkjun afla verkalýðshreyfingarinnar til baráttu gegn fas- isma og stríði. Eflir að alþjóðasamband kommúnista hafði lokið

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.