Réttur


Réttur - 01.11.1962, Qupperneq 28

Réttur - 01.11.1962, Qupperneq 28
300 U E T T U R árslok 1956 voru aðeins 12 talsins. Nokkrum mánuðum seinna var vopnabúnaður þeirra einir 19 rifflar. Andspænis þeim stóð her einvaldsherrans Batisla, 50.000 menn, búnir fullkomnustu hertækni sem Bandaríkin gátu í té látið. Aldrei hefur verið boðið til leiks sem virðast mátti ójafnari. En Kúbubúar sönnuðu orð sjálfstæðisleiðtoga síns José Martí: Þótt reynt sé að grafa hugsjón í jörðu niðri getur hún orðið öllum herjum yfirsterkari. Á tveimur árum aðeins hrundi veldi Batista til grunna, hann flýði land með þýfi sitt, 400 milljónir dollara, á nýársdag 1959, en hersveitir hans leyslust upp og vopna- búnaður þeirra lá eins og hráviði um eyjuna alla, flugvélar, skrið- drekar, fallbyssur — einnig flugskeyti. Seinast stóðu aðeins uppi hernaðarsérfræðingar Bandaríkjastjórnar í aðalstöðvum einræðis- herrans; það varð fyrsta stj órnarathöfn Fidels Castro að vísa þeim úr landi. Það voru ekki hersveitir uppreisnarmanna sem höfðu unnið þennan sigur heldur fólkið sjálft, snauðir og fáfróðir sveitamenn með sigðir einar að vopni, alþýða bæjanna með heimatilbúin íól og hnefa sína. Þessi bylting var eins hrein og óflekkuð og hún hefði verið búin til handa okkur í tilraunaglasi til að sanna hinar einföld- ustu hugmyndir um frelsi og þjóðfélagslegt réttlæti. Þegar byltingarmennirnir ungu höfðu náð forustu í landi sínu gengu þeir að hinum þjóðfélagslegu verkefnum af sama eldmóði og lífsgleði sem hafði einkennt uppreisnina sjálfa. Þeir höfðu ekki fastmótaðar fræðikenningar um þjóðfélagsmál, þeir héldu áfram að framkvæma tilraun, bornir uppi af óskum og kröfum alþýðu manna um réttlátara og fegurra líf. Þeir sögðu við þær milljónir manna sem búið höfðu i kofum af sömu gerð og Indíánar höfðust við í þegar Kólumbus steig á land, frumstæðustu og óyndislegustu vistarverum á jarðríki: Byggið ykkur hús; við skulum leggja til efni og íeikn- ingar — þið byggið. Hvar sem ég fór um á Kúbu blöstu þessi nýju smáhúsahverfi við í sveitum og borgum, fullbyggð og hálfbyggð, og ég þarf ekki að lýsa því að fólkinu fundust hin fráleitustu ævin- týri vera að rætast; meirihluli íhúanna hafði aldrei búið í húsum áður, og enginn forfaðir þeirra í þessu landi. Uppreisnarmennirnir ungu sögðu: Við bindum endi á fáfræði þjóðar okkar. Þriðji hver maður í landinu hafði verið ólæs og óskrifandi, þegar þeir tóku við völdum, og þeir létu sér ekki nægja að tryggja ungu kynslóðinni skilyrði til menntunar með því að koma upp skólum um eyjuna alla. Á síðasta ári gerðu þeir út 300 þúsund manna kennaraher sem ferðaðist um gervallt landið, kenn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.