Réttur


Réttur - 01.11.1962, Side 36

Réttur - 01.11.1962, Side 36
308 R É T T U R að tryggja öryggi Kúbu, og gegn því eru Kúbumenn að sjálfsögðu reiðubúnir til að draga úr bervæðingu sinni; þeir myndu verða þeim degi fegnastir þegar þeir gætu létt benni af sér að fullu. Þegar Kennedy, forseti Bandarikjanna, háði kosningabaráttu sína haust- ið 1960 var Kúba mjög á dagskrá ekki síður en nú. Kennedy birti þá áætlun í sex liðum um leiðir til að hrekja Fidel Castro frá völd- um á tveimur árum. Þau tvö ár eru nú liðin, og þá stendur Kenn- edy í þeim sporum að hann hefur tekið að sér að tryggja öryggi þeirrar stjórnar sem hann hafði einsett sér að fella. Enda eru of- stækismenn í Bandaríkjunum mjög liáværir í fordæmingu sinni á þeim samningum um öryggi Kúbu sem nú eru hafnir, og ýmsir Islendingar telja ekki eftir sér að taka þátt í þeim kór. Samningar þessir verða eflaust langvinnir og erfiðir, en vonandi tekst að lokum að tryggja Kúbubúum einhverja friðhelgi, svo að þeir geti létt af sér hinni þungu hervæðingarbyrði og snúið sér af allri orku að þeim verkefnum sem voru tilgangur byltingarinnar. Þá hefði Kúbustjórn náð markmiði sínu og alþýða manna á Kúbu og um heim allan myndi draga andann léttar. * Uppreisnarmennirnir á Kúbu hafa farið langa leið siðan þeir voru útlagar á fjallstindum í landi sínu. Þeir hófu baráttu sína til þess að framkvæma þær einföldu hugsjónir sem hver maður elur með sér, tryggja landi sínu frelsi, löndum sinum jafnrétti, þekk- ingu og lífshamingju; franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre hefur kallað byltinguna á Kúbu byltingu mannúðarinnar. Þessar hugsjónir voru jrnu flugskeyli sem •Bandaríkin skelfdust í raun og veru, þetta voru þa;r kjarnorkuhleðslur sem auðmenn Bandaríkj- anna óttuðust að lostið geti niður í horgum rómönsku Ameríku. Þess vegna var hugsjónabyllingunni haslaður völlur á skákborði valdstefnunnar. En forustumennirnir á Kúbu kunna einnig þann leik. í heilan áratug hafa þeir sameiginlega horfzt i augu við dauð- ann, oft dag hvern, þeir hafa barizt hlið við hlið gegn algeru ofur- efli, þeir hafa margsinnis átt hver öðrum líf að launa, orðið einn hugur og einn vilji. Þetta eru ungir og þróttmiklir menn, Fidel Castro er aðeins 36 ára og ýmsir félagar hans enn yngri, og allir eru jreir óvenjulega mikilhæfir hver á sínu sviði. Maður Jiarf ekki að veríi lengi í návist Fídels Castro tU að skilja að þar fer einn af

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.