Réttur


Réttur - 01.11.1962, Page 45

Réttur - 01.11.1962, Page 45
R É T T U R 317 (samsvaramli fyrrv. ,.samhjálparhópum“); yfirstjórn kommúnanna sjálfra var einkum falið ráðgefandi og samhæfandi hlutverk. Sósí- alskt skipulag framleiSslunnar, gagnstætt hinu kommúníska, var styrkt og kostaS kapps um aS sjá framleiSslunni fyrir efnalegri örvun. Enn fremur var losaS nokkuS um hömlurnar á einkabúskap í smáum stíl og þáttur sveitamarkaSanna jókst. A miSstjórnarfundi í ársbyrjun 1961 var þessi stefna staSfest og gengiS út frá því, aS enda þótt nokkrir höfuSdrættir stefnunnar frá árinu 1958 væru réttir, hefSi hún þarfnazt rækilegrar endurskoS- unar á öllum framkvæmdaratriSum. Af allri framvindu ársins 1961 er svo aS sjá, aS haldiS hafi veriS fram í sama dúr. Þetta er ritaS skömmu áSur en ætlunin er aS kínverska þjóSþingiS komi saman, og er hér því ekki liægt aS stySjast viS hugsanlegt framlag þess iil málanna. En allar þær heimildir, sem fyrir liggja um ástandiS i Kína, benda eindregiS til þess, aS þróunin í náinni framtíS muni einkennast af reynsluhyggju, þolinmóSum og nákvæmum rannsókn- um og vísindalegra mati á ástandinu en stundum áSur. Augljóst er einnig nýtt mat á mikilvægi nýrrar tækni og hlutverki menntamanna í hinni sósíalísku upphyggingu. Líklegt er taliS, aS bráSlega verSi gerS heyrum kunn þriSja fimm ára áætlunin, en samning hennar er án efa erfitt verk og krefst mikils tíma. HvaS sem því líSur, væri endurtekning áætlunarbúskapar til langs tima mjög í anda þeirrar breytingar, sem átt hefur sér staS síSan 1959. JÓHANN PÁLL ÁRNASON þýddi úr ítölsku.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.