Réttur - 01.11.1962, Page 47
E É T T U R
319
með hag alþýðu og allrar þjóðarinnar fyrir augum, fyrir auknu lýð-
ræði og sósíalisma. Honum verður að takast að sameina meirihluta
fólksins um stefnuskrá sína og nýsköpun landsins. En eigi þetta ekki
að reynast innantóm orð verður hann að byggja á fræðikenningum
Lenins og skipulagsreglum. Hann verður að vera í traustum og lif-
andi tengslum við alþýðu almennt og allar starfsstéttir — ekki að-
eins takmarkaðan forustuhóp. I gegnum félagssamtök sín og með-
limi þarf hann að eiga fulltrúa og vera þátttakandi á öllum mikil-
vægum sviðum athafnalífsins, stjórnmála- og menningarlífs. Þetta
krefst víðtækrar og fjölþættrar félagsstarfsemi og fjöldaþátttöku.
Þá krefjast og sérkenni félagsmálabaráttunnar á Italíu að flokk-
urinn sé fjöldasamtök. I voru landi er félagsmálabaráttan hörð og
spennt ástand í stjórnmálum. Það er áberandi hve lifandi áhuga
alþýðan hefur á opinberum málum og lætur þau til sín taka, ræðir
stjórnmál og tekur þátt í pólitískri baráttu.
Hér eru fjölmennir afturhalds og íhaldsflokkar með öfluga og
víðtæka félagsstarfsemi. Þeir reka linnulausan áróður til að bægja
alþýðunni frá flokknum og félagssamtökum hans, kæfa byltingarhug
og slæva pólitíska og þjóðfélagslega dómgreind hennar, allt í því
augnamiði að ná sjálfir smátt og smátt tökum á verkalýðnum. Það
er staðreynd að forustuflokkur ítölsku borgarastéttarinnar — Kristi-
legi lýðræðisflokkurinn — er fjöldaflokkur og hefur innan sinna
vébanda talsverðan hluta verkalýðs og smáborgara. A vegum
flokksins og undir handleiðslu kaþólsku kirkjunnar eru óteljandi
félagssamtök starfandi um allt land og á öllum sviðum, og gætir
áhrifa þeirra mjög víða.
Við þessar aðstæður er verkalýðsstéttin því aðeins fær um að
mæta andstæðingnum og bera sigur af hólmi að hún geti vakið og
haldið alþýðunni virkri í stjórnmálabaráttunni, myndað framfara-
sinnuð fjöldasamtök um allt land og meðal allra starfsstétta. For-
ustuflokkur verkalýðsins verður að vera af nýrri gerð, fjöldaflokkur.
Hann kallar ekki aðeins til baráttu, hann á einnig að ala upp og
skipuleggja framvarðarsveitir alþýðunnar. Sérhvert fráhvarf og af-
sláttur að þessu leyti er sama og undanhald verkalýðsstéttarinnar
allrar og lýðræðissinnaðra afla; sigur afturhaldsins í átökunum um
fólkið.
Vér gerðum oss vitanlega ljóst að slíkur fjöldaflokkur og starf-
semi hans hefði í för með sér fjölmörg íræðileg, pólitísk og skipu-
lagsleg vandamál, flest ný af nálinni i okkar hreyfingu. Fullmótaðar