Réttur


Réttur - 01.11.1962, Síða 48

Réttur - 01.11.1962, Síða 48
320 R E T T U R og endanlegar lausnir lágu ekki á borðinu. Auk óteljandi daglegra verkefna voru hér viðfangsefni sem kröfðust umhugsunar og yfir- legu. I fyrsta lagi verður að hafa í huga að obbinn af meðlimunum kemur úr verkalýðsstétt, og ekki er hægt að ætlast til þess að þeir öðlizt á einni nóttu flokkslega þjálfun, bæði fræðilega og pólitíska. Og ekki verða þeir heldur þjálfaðir með því einu að koma á fót svo og svo mörgum flokksskólum og námshópum, þótt þeir séu einnig nauðsynlegir. Flokkurinn sjálfur og hin daglega barátta verður að vera þeim fræðilegur og pólitískur skóli. Til þess að skipuleggja fjöldaflokk urðum við að fara ótroðnar slóðir. Enn sem fyrr er lýðræði með miðstjórnarfyrirkomulagi grundvallaratriði. Flokkseiningar á vinnustöðvum — einkum í verk- smiðjum — eru og sjálfsagðar. Þá eru svæðafélög eða „deildir“ einnig mikilvæg. Svæðafélögin eiga oft völ á góðum húsakynnum og hafa stöðug og fjölþætt sambönd við meðlimi flokksins, fylgismenn og fólk yfirleitt. Mikið starf er unnið eftir þessum leiðum.------ Óll samtök flokksins verða að taka virkan þátt í stjórnmálum. Það verður að berjast ötullega gegn hvers kyns skriffinnsku sem háir lýðræðinu í flokknum, virkja alla félaga í starfi, stuðla að frjóum umræðum og nauðsynlegri endurnýjun áhugaliðsins. Reynsl- an hefur sýnt oss að sérhver skerðing á innra lýðræði flokksins veikir tengsl hans við alþýðuna og jafnvel mikinn hluta flokks- manna. Þá verður að hafa í huga að gerð flokksins sem fjöldaflokks er ekki fengin í eitt skipli fyrir öll. Stöðug endurnýjun og aukning flokksliðsins er nauðsynleg til að treysta böndin við fólkið og tryggja stöðugt aðstreymi nýrra starfskrafta. Og í því samhandi verður að hafa í huga breytingarnar í efnahagslífinu, stjórnmálum og á lífskjörum fólksins. Á ári hverju falla u. þ. b. 80—100 þúsund flokksfélagar út af skrá. Þetta er ekki mikið í flokki með hart nær tvær milljónir með- lima. Hér eru að verki eðlilegar ástæður (dauðsföll) og þjóðfélags- legar, t. d. bústaðaskipti. Hin síðari ár hafa hundruð þúsunda flæmzt úr landi og annað eins flutzt frá einu landshorni á annað. Hin hatrama stéttabarátta í Ítalíu leiðir einnig af sér úrsagnir úr flokknum. Verkamenn sem fara af þeim sökum fylgja að jafnaði flokknum áfram. En við verðum að afla 100 þúsund nýrra með- lima árlega til að halda í horfinu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.