Réttur - 01.11.1962, Side 53
H É T T U R
325
Portúgal er lítið land, en nýlenduveldi þess er 2.090.000 ferkíló-
metrar, eða hér um bil 23 sinnum stærra en Portúgal. En á sama
tíma og Portúgal arðrænir nýlendur sínar, er Portúgal sjálft nýlenda,
sem er arðrænd og sem erlendir heimsveldissinnar stjórna. Menn
ættu að minnast vel þessa tvöfalda hlutverks, þegar þeir hugleiða
aðstöðu Portúgals í heiminum í dag og þann stuðning, sem Banda-
rikin, Bretland og önnur nýlenduveldi veita nýlendustjórn Salazars.
„Lagarefjar" Salazars.
Þegar nauðsynlegt var að fara í kringum ákvæði stofnsáltmála
Sameinuðu þjóðanna um nýlenduveldi, flýtti Salazar sér að breyta
stjórnarskrá Portúgals á þann hátt, að héðan í frá skyldu nýlend-
urnar ekki heita nýlendur heldur „héruð“ í Portúgal! A þann hátt
átti „þriðja stærsta nýlenduveldi heimsins“, sem portúgölsku fas-
istarnir höfðu gortað svo mjög af, að hætta að vera til. Og í mörg
ár studdu Bandaríkin, Bretland og aðrir bandamenn Salazars þessa
skilgreiningu hans á portúgölsku nýlendunum og gerðu þannig
porlúgölsku nýlendukúgurunum kleift að halda ótruflaðir ófram
arðráni sínu.
Yfirlýsing 15. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði
nýlendna markar tímamól í haráttunni gegn nýlendukúgun. Ein sam-
þykkt allsherjarþingsins kvað svo um að hin svokölluðu „héruð“
Portúgals í Asíu og Afríku væru nýlendur og hað Salazar um „að
gefa upplýsingar“ um þær.
Salazar hjóst að sjálfsögðu við stuðningi bandamanna sinna í
NATO, eins og liann hafði notið hingað til. Að nefna Portúgal ný-
lenduveldi kallaði hann kommúnisma. En aðeins fimm fulltrúar
Allsherjarþingsins greiddu atkvæði með Salazar. Sumir handamenn
Portúgals í NATO greiddu atkvæði á móti honum. Bandaríkin og
Bretland ákváðu að sitja hjá. Það gat verið of hætlulegt að sýna sitt
rétta andlit. Salazar var einangraður.
„Menningarhlutverk" nýlendukúgaranna.
Portúgalska þjóðin er að sjálfsögðu hreykin vegna hinna miklu
landafunda og siglinga forfeðra sinna. En hún er ekki hreykin vegna
þeirra glæpa, sem stjórnendur þjóðarinnar frömdu í kjölfar þessara
landafunda. Hún getur ekki sætt sig við arðrán nýlendnanna, við
þrælasöluna og þrælahaldið. Þvert á móti fordæmir portúgalska