Réttur - 01.11.1962, Side 58
33Ö
R É T T U R
morðum bætti við: „Þeir munu drepa tíu sinnum fleiri, ef enginn
stöðvar þá.“
Og í þessu sambandi er rétt að muna, að vopnin, sem Portúgal
notar til að myrða íbúa Angóla, eru jengin frá Norður-Allantshajs-
bandalaginu.
Nýlenduveldi 09 hólfnýlcndo ó soma fíma.
Portúgal er vanþróað land. Það er fótækasta land Evrópu. En
hvernig getur þetta fótæka land róðið yfir og arðrænt mikið ný-
lenduveldi? Hvernig hefur það og getað haldið öllum þessum „eign-
um“ sínum á tímabili heimsveldisstefnunnar, þegar stóru auðvalds-
ríkin eiga í mikilli samkeppni sín á milli?
Astæðan er sú, að á sama tíma og portúgölsku nýlendukúgararnir
arðræna nýlendurnar er portúgalska þjóðin arðrænd af erlendum
heimsveldissinnum.
Portúgalskt fjármagn, bæði það, sem er heima fyrir og það, sem
er í nýlendunum, er í nánum tengslum við erlent fjármagn. Og er-
lenda fjármagnið er þyngra á metunum en hið innlenda; — ræður
mestu í nýlendunum og hefur lykilaðstöðu í hagkerfinu í Portúgal
sjálfu. Afleiðing þessa er sú að Portúgal er eins konar hálfnýlenda
erlends auðmagns. Og þótt undariegt megi virðast eru yfirráð þessa
erlenda auðmagns yfir efnahagslífi Portúgals útskýring þess, að
landið heldur enn þó nýlendum sínum. Því að erlendu öflin, sem
aðstoðað hafa við að halda nýlendum Portúgala í kúgun, eru ósamt
portúgalskri horgarastétt að arðræna alþýðuna bœði í Portúgal
og í nýlendunum.
Hlutverk Portúgals bæði sem nýlenduveldis og sem hálfnýlendu
kemur mjög vel í ljós í utanríkisverzlun landsins.
Portúgölsku auðmennirnir neyða þjóðir nýlendnanna til að selja
sér hráefni fyrir sáralítið fé. Á sama tíma kaupa erlendir auðhringar
portúgölsk hróefni á lógu verði. Portúgalskir starfsmenn stórra fyrir-
tækja fá að meðaltali þrjátíu sinnum hærri laun en Afríkuhúar. Og
erlendu auðhringarnir ákveða laun portúgalskra verkamanna
þannig, að þau verða fjórðungur eða þriðjungur launa verkamanna
í heimalöndum þeirra. Utanríkisverzlun nýlendnanna er einokunar-
verzlun Portúgala og annarra nýlendukúgara. Utanríkisverzlun
Portúgals er í aðalatriðum einokunarverzlun erlendra auðhringa.
Portúgal rænir nýlendur sínar hráefnum sínum ón þess að taka