Réttur - 01.11.1962, Page 61
VIÐSJA
Sulturinn eykst i heiminum, en auðvaldið dregur úr ræktun.
Ástandið í neyzlumálum mannkynsins sést af eftirfarandi:
Fyrir síðasta heimsstríð var hlutfall þeirra, er búa við sífelldan
neyzluskort 45%. Eftir stríð var þetta hlutfall 65%. Nú 1962 er
það 75%.
Þrír fjórðu hlutar mannkynsins fá ekki daglega þá fæðu, sem er
lágmarksþörf líffræðilega séð: 2500 kaloríur á mann.
Eftir heimsálfum og svæðum innan þeirra skiptist það svo:
Svœði: Meðalneyzla (Kaloriur):
Asía ......................... 2070
Nálægari Austurlönd .......... 2470
Afríka ....................... 2360
Suður- og Mið-Ameríka .... 2470
------------Meðaltal 2150
Evrópa ....................... 3040
Norður-Amerika ............... 3120
Ástralía (Nýja álfan) ........ 3250
------------ Meðaltal 3100
Það er eitt höfuðvandamál mannkynsins í dag að auka landbún-
aðarframleiðsluna og matvælaframleiðsluna yfirleitt. Ef lil vill sést
í engu betur grundvallarmunurinn á sósialisma og á auðvaldsskipu-
lagi en í afstöðunni til lausnar þessa máls.:
í rikasta auðvaldsríkinu, Bandaríkjunum, er dregið úr ræktun-
inni, bændur verðlaunaðir fyrir að minnka matvælaframleiðsluna!
Og mikið af matvælunum síðan geymt, þannig að þau verða oft óhæf
og jafnvel hættuleg til neyzlu.
En í sósialismanum er lögð áherzla á að efla landbúnaðarfram-
leiðsluna og matvælaframleiðsluna eins og frekast er unnt.
Skipulag auðvaldsins, sem allt miðast við gróða, er ófært til að
seðja hið svellandi mannkyn, En þegar sú tækni, sem er undirstaða