Réttur - 01.11.1962, Qupperneq 62
334
R É T T U R
iðnaðarþróunar, er notuð með skipulagi sósíalismans og frum-
stæðum löndum í krafti þessa lyft á hærra stig, þá má útrýma skort-
inum að fullu og öllu.
Örlög bændastétfarinnar í aðallöndum auðvaldsins.
Það var brugðið skæru ljósi yfir ástandið hjá frönsku bændun-
um við verkföllin 1961, þegar þeir stöðvuðu alla umferð með drátt-
arvélum sínum og letruðu á flugblöðin sin: „Dráttarvélarnar, eem
þið sjáið, eru ekki merki auðæfa. Þær eru handverkfæri okkar, sem
orðin eru okkur óbærileg byrði.“
Kennedy forseti viðurkenndi í ársbyrjun að Bandaríkin gætu ekki
„bundið endi á neyð sveitafólksins og hækkað tekjur bænda.“ 1960
höfðu 44% allra bændafjölskyldna tekjur, sem teljast undir lág-
marksþurftartekj um.
Á árunum 1950 til 1959 flosnuðu 1,443,000 bændabýli upp í
Bandaríkjunum. Það eru 30% bændabýlanna. I Vestur-Þýzkalandi
yfirgefa 100.000 manns landbúnaðinn á ári, í Frakklandi 90.000,
í Ítalíu 120.000.
Stórbúin, sem rekin eru á auðvaldsvísu, gera hin smáu gjaldþrota.
Þess vegna heldur neyðin bjá bændum stöðugt áfram. Ameríski íé-
lagsfræðingurinn L. Som segir: „Þriðjungur bandarískra bænda býr
við neyð, líka í „góðærum“. Landbúnaðarvélar þeirra eru úreltar.
Þeir eru utan við tækniframfarir 20. aldarinnar.“
Auðhringarnir, sem kaupa landbúnaðarafurðirnar á lágu verði,
hækka bins vegar verðið gagnvart neytendum. 1 Bandaríkjunum
hækkaði smásöluverð matvælanna frá 1947 til 1960 um 25%, þar
af á mjólk um 32%, kartöflum um 44%, nautakjöti beztu íegundar
um 39,5%. Sama þróun var í Frakklandi. 1 ltaliu hækkaði smásölu-
verðið um 33%.
Mismunurinn á því verSi, sem bœndur já fyrir afurSir sínar, og
því, sem neytendur verSa aS borga, vex í sífellu. Af hverjum dollar,
sem neytandinn greiddi fyrir landbúnaSarafurSir, fékk bóndinn í
Bandaríkjunum áriS 1945 54 senl, en 1961 aSeins 38 sent. ÞaS er
ekki aS undra, þegar aS því er gáS, aS hreinn ágóSi 37 stœrstu auS-
félaganna í matvœ.laiSnaSinum hefur vaxiS úr 274 milljónum doll-
ara 1952 upp í 444 milljónir dollara 1960.
Efnahagsbandalagið ætlar að gerast stórvirkt í brottrekstri bænda