Réttur


Réttur - 01.11.1962, Page 64

Réttur - 01.11.1962, Page 64
NEISTAR Hvernig er sósialisminn útbrciddur? „Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfing- ar hafa haft stórfengleg, oft á tíðum fjarlæg, markmið, og öflugustu hreyfing- arnar voru ætíð þær, sem vöktu óeigingjarnasta eldmóðinn. Allar miklar hreyf- ingar sögunnar hafa haft þetta einkenni og hvað vora kynslóð snertir, þá er þessu þannig varið um sósíalismann. „Launaðir æsingamenn“ er vinsælt vígorð þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar. I reyndinni er því öfugt farið. Ef ég hefði, síðustu 24 ár ævi minnar, haldið dagbók og skrifað niður alla þá sjálfs- afneitun og fórnfýsi, sem ég hef persónulega kynnzt í hreyfingu sósíalismans, þá myndu lesendur dagbókar þeirrar sífellt hafa orðið „hetjuskapur“ á vörun- um. En menn þeir, sem ég hefði getað sagt frá, voru ekki hetjur, — það voru miðlungsmenn, hrifnir af mikilli hugsjón. Sérhvert sósíalistablað hefur sömu söguna að segja af sjálfsfórn árum saman, án nokkurrar vonar um endurgjald, og hvað flesta snertir, jafnvel án persónulegrar metorðagirni. Ég hefi séð fjölskyldur, sem ekki vissu hvað hafa skyldi í næsta mál, af því maðurinn var einangraður í bænum vegna vinnu hans við hlaðið, en konan hafði ofan af fyrir fjölskyldunni með saumum. Þetta ástand hélzt árum saman, unz íjöl- skyldan, án nokkurs ásökunarorðs, dróg sig í hlé, eins og hún vildi segja: „Nú verðið þið að halda áfram, við getum ekki meir.“ Eg hef séð menn, sem þjáð- ust af tæringu og vissu það, ganga engu að síður um til þess að undirbúa fundi, þó í þoku væri og hrið, og tala á fundum fáum vikum fyrir dauða sinn. Og þeg- ar þeir reyndu að fara á sjúkrahúsið, þá var það með þessum orðum: „Vinir, það er búið með mig. Læknirinn segir að ég eigi aðeins nokkrar vikur eftir. Ifeilsið þið félögunum og segið þeim að mér þætti vænt um, ef þeir kæmu að heimsækja mig.“ Eg hef lifað atburði, sem myndu vekja slíka aðdáun að ótrúlegir þættu, ef ég segði frá þeim. En jafnvel nöfnin á mönnunum, er við atburðina eru riðnir, eru varla þekkt utan fámenns vinahóps og munu brátt gleymast, þegar þeir vinir eru dánir. Eg veit ekki hvort er aðdáunarverðara: hin ótakmarkaða sjálfsfórn hinna fáu eða hin mörgu smáu dæmi um fórnfýsi fjöldans. Salan á sósíalistisku hlaði, hver fundur, sem haldinn er, hver 100 atkvæði, sem vinnast við kosningar, — allt felur þetta í sér mikla fórnfýsi og starfsemi, að enginn, sem utan við stendur getur gert sér minnstu grein fyrir því. Og það, sem sósíalistar gera nú, hefur fyrrum og vcrið unnið fyrir sérhvern framsækinn alþýðuflokk, stjórnmálalegan eða tímanlegan. Allar framfarir liðna tímans cru slíkum mönnum og slíkri fórn að þakka.“ V. Krapotkin fursti. („Samhjálp".)

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.