Réttur - 01.09.1963, Síða 29
HILDING HAGBERG:
Reynsla og hlutverk
Kommúnistaflokks Svíþj óðar
[ 1 Iilding llagberg hefur um langt skeið verið formaður
Kommúnistaflokks Svíj)jóðar og þingmaður flokksins. En ríkis-
stjórn sósíaldemokrata í Svíþjóð byggist sem kunnugt er á því
að Konnnúnistaflokkurinn styðji bana, þegar mikið liggur við. '
Skapast oft af þessu flókin pólitísk vandamál, sem lærdómsríkt
er að heyra Hagberg gera grein fyrir].
I.
Efnahagur Svíþjóðar hefur tekið miklum framförum þá rúma
þrjá áratugi sem sósíaldemókratar hafa farið með völd. Iðnaðar-
framleiðslan hefur þrefaldazt — mest hefur aukningin orðið á raf-
orku, járni og stáli, iðnaðarvélum og pappírskvoðu; farskipaflot-
inn Itefur einnig vaxið. Kreppa sú sem vart varð í sumum greinum
eftir 1935 var að nokkru bætt upp með framþróun í öðrutn grein-
um.
A timabili því sem hér er um að ræða fækkaði fólki við land-
húnað úr einum þriðja í einn tíunda, en það hafði engin áhrif á
heildarframleiðslu landhúnaðarins. Hún er hlutfallslega veigalítill
hluti af þjóðarframleiðslunni, ekki meira en 4,5 af hundraði.
Gerð hins sænska þjóðfélags hefur breytzt verulega síðan í ann-
arri heimsstyrjöldinni. A síðustu tveimur áratugum hefur atvinnu-
rekendum fækkað um 30 af hundraði; verksmiðjujólki, sem er
stærsta starfsgreinin, fækkaði um fáeina hundraðshluta; en fjöldi
skrifstofuverkajólks hefur næstum því tvöfaldazt. Nú eru tveir
skrifstofuverkamenn á móti hverjum þremur sem vinna við vél-
arnar, og þessir tveir hópar nema samtals 2.800.000 manns; fjöldi
atvinnurekenda hefur hins vegar lækkað niður í 450.000. Sjálf-
stæðir bændur, sem flokkast undir atvinnurekendur, munu árið
1970 sennilega aðeins nema einum 5 af hundraði íbúanna, en starfs-
grein skrifstojuverkajólks mun nálgast verksmiðjufólkið bæði að