Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 69

Réttur - 01.09.1963, Side 69
RETTUR 197 Umbætur þær sem Kemal-sinnar framkvæmdu hrukku ekki til þess að fullnægja frumstæðustu þörfum almennings og tryggðu aljrýðu manna ekki lýðræði og frelsi. Því glötuðu Kemal-sinnar stuðningi verkafólks en Jiað veikti enn aðstöðu Jieirra til baráttu gegn innlendu afturhaldi og erlendu auðmagni. Engu að síður framkvæmdu valdastéttirnar á fyrstu 10—12 árum lýðveldisins ýmsar endurbætur sem höfðu þann tilgang að uppræta miðaldaleyfar í stjórnarfari og menningarlífi og draga úr áhrifa- valdi erlends auðmagns. Tekin var upp svokiilluð ríkisstefna (að koma upp iðnfyrirtækjum á kostnað ríkisins) og styrkti það'nokkuð efnahagslegt sjálfstæði landsins. I utanríkismálum var stefnan í slórum dráttum jákvæð; m. a. styrkti Tyrkland fullveldi sitt og efnahagslegt sjálfstæði með samvinnu við Sovétríkin. En hin Jjjóðlega borgarastétt framkvæmdi Jressar ráðstafanir án samráðs við aljjýðu manna, J)ar sem hún vildi ekki vekja frum- kvæði alinennings. Valdastéttirnar beittu öllum ráðum til þess að Iirjóta á bak aftur hina nýstofnuðu verkalýðshreyfingu og pólitísk lýðræðissamtök, og ofsóknirnar gegn Kommúnistaflokknum mögn- uðust í sífellu. Jafnframt tók erlent auðmagn að þröngva sér inn á æ fleiri sviðum og stuðlaði að því að hin Jijóðlega horgarastétt hallaði sér æ meir að innlendum afturhaldsöflum. Eltanríkisstefnan gerhreyttist. Eftir lát Alalúrks lóku valdastéttirnar opinskáa afstöðu með heimsvaldasinnum, Jiar á meðal Þýzkalandi Hitlers. Komið var á laggirnar afturhaldsstjórn, og var það raunar rökrétt afleiðing af hinum þjóðlegu svikum horgarastéttarinnar. Allur heimurinn Jiekkir hið smánarlega hlutverk tvrkneskra valda- manna í annarri heimsstyrjöldinni. Hið yfirlýsta „hlutleysi“ kom ekki í veg fyrir að stjórnin gerði Tyrkland að bandamanni Hitlers í styrjöldinni gegn Sovétríkjunum. Þegar styrjöldinni lauk var Tyrkland illa á sig komið. Efnahags- kerfið liafði verið aðlagað styrjaldarvél Hitlers og afleiðingin var sú að landið var á barmi gjaldþrots. Stjórnin hafði fullkomlega glatað trausti almennings og leitaði hjálpar í herbúðum heimsvalda- sinna. Valdhafarnir í Washington, sem lögðu mikið upp úr hern- aðargildi 'J’yrklands, hagnýttu sér þessar aðstæður án tafar og tryggðu sér bækistöðvar Jiaðan sem hægl væri að ögra sósíalistísku n'kjunum og trufla þjóðfrelsisbaráltuna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Efnahags- og hernaðar-,,aðstoð“ Bandaríkjanna sem hófst 1947

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.