Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 70

Réttur - 01.09.1963, Side 70
1<J8 R É T T U R var fyrsti áfanginn að því marki að tryggja yfirráð bandarískra einokunarhringa í landinu. Tyrkland gekk í NATO og CENTO og gerði hernaðarlegan sérsamning við Bandaríkin og heygði þannig stefnu sína í innanlandsmálum og utanríkismálum undir bandarísk fyrirmæli. Hernaðarútgjöld ukust stórlega. Bandarískir heims- valdasinnar fóru að hlutast æ meir til um efnahagsmál landsins. Að sögn bandaríska viðskiptamálaráðuneytisins nam fjárfesting bandarísks einkaauðmagns í Tyrklandi 65 milljónum dollara í árs- byrjun 1961 og var komin upp í 70 milljónir dollara í júní í fyrra. Erlend auðfélög eiga að hálfu leyti iðnfyrirtæki þau sem annast olíuhreinsun, vélsmíði, útvarpstækni, efnaiðnað og lyfjaiðnað. Bandarísk og brezk olíufélög, sem hafa komið upp tveimur stórum hreinsunarstöðvum, drottna yfir olíuviðskiptunum í Tyrklandi. Þau hafa skuldbundið ríkisstjórnina til að kaupa olíu af þeim einum næstu 12 árin. Erlend fyrirtæki, og einkanlega bandarísk einoka allar hernaðarframkvæmdir, sem fyrst og fremst eru unnar á vegum NATO. Valdhafarnir í Ankara lúta fúslega fyrirmælum einokunarhring- anna. Þannig hafa þeir látið undan þeirri kröfu að erlent fjármagn í blönduðum hlutafélögum megi nema 66—70 af hundraði eða meiru, enda þótt hámarkið væri 49 af hundraði samkvæmt tyrk- neskum lögum; þeir hafa fallizt á að banna innflutning á ýmsum vörum og gefið erlendum auðfélögum rétt til þess að flytja út full- unnar iðnaðarvörur og gróða. Stefna einokunarhringanna hefur Jiann tilgang að grafa undan ríkisrekstri í iðnaðinum og koma í veg fyrir að upp rísi þjóðleg fyrirtæki, því að slík fyrirtæki gætu keppt við þá á innanlandsmark- aðnum. Tyrklandi er aðeins „leyft“ að Jiróa landbúnað sinn og nokkrar greinar neyzluvöruiðnaðarins. Heimsvaldasinnar vilja þannig halda Tyrklandi sem landbúnaðarlandi og hráefnaframleiðanda og mark- aði fyrir framleiðslu sína. Blaðið Jön í Istambúl hefur komizt Jiannig að orði um framferði erlendra auðhringa í Tyrklandi: „Erlendu auðmagni hafa verið opnaðar allar gáttir inn í land okkar. Uppgjafastefnan, sem afnumin var fyrir 40 árum eflir sigurinn í Jijóðfrelsisbaráttunni, birtist nú í nýrri mynd. Þetta er aðalárangurinn af samvinnu okkar við vest- ræn ríki.“ Þjóðin er nú að kynnast hinum þungbæru afleiðingum þessarar samvinnu: innlendu fyrirtækin eru að hætta eitt af öðru, alvinnu-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.