Réttur - 01.09.1963, Qupperneq 81
Fi É T T U R
209
I Venezuela, Guatemala. Ecuador og Paraguay ríkir harðstjórn
að hætti fasismans.
Manuel Medína, prófessor við háskólann í Guayaquil, sagði er
hann var á ferð í Mexíco í nóvember s.l., að land hans, Ecuador
væri raunverulega hernumið af bandarískum her. Starfsemi verk-
lýðsfélaga sé hönnuð, hugsanafrelsið kúgað, fangelsin séu full af
pólitískum föngum. Kommúnistaflokkur Ecuador er bannaður.
Meðal þeirra þúsunda föðurlandsvina, sem þar sitja í fangelsum,
eru: Pedro Saad, aðalritari Kommúnistaflokksins, sem var þing-
maður í öldungaráðinu árum saman, og Enrique Gilbert, frægur rit-
höfundur, meðlimur í stjórn Heimfriðarráðsins og ritari í mið-
stjórn Kommúnistaflokksins. Fjöldi af foringjum verklýðsfélaga
og meðlimir í stjórn Kommúnistaflokksins sitja þar og í fangelsum.
Hinir tveir fyrrnefndu, Saad og Gilbert eru í lífshættu.
I Venezuela er álíka ógnarstjórn. Þar eru m. a. fangelsaðir:
Jesús Faria, öldungaráðsmaður, aðalritari Kommúnistaflokks
Venezela og einn af helztu verklýðsforingjum landsins, — ennfrem-
ur Gustavo Machado, ritari miðstjórnar Kommúnistaflokksins og
þingmaður, og meðlimir í framkvæmdanefnd Kommúnistaflokksins:
Eduardo Macliado, Eloy Torres og Luis Emiro Arrieta.
Hinir fangelsuðu trúnaðarmenn verklýðsfélaga, rithöfundar, stúd-
entar, bændur og aðrir, sem hneptir hafa verið í dýflissur harð-
sljórnarinnar í Venezuela skipta þúsundum.
A blaðamannafundi, er haldinn var í Moskvu af Alþjóðasambandi
verklýðsfélaganna í nóvember, skýrðu ýmsir fulltrúar verklýðssam-
bandanna í Suður-Ameríku frá skelfingum þeim, sem alþýðan í
þessum löndum verður að þola, bæði sú, sem aðeins þjáist, og sú,
sem berst.
Um allan heim vex mótmælaaldan gegn þessum þrengingum og
gegn harðstjórninni. I æ ríkara mæli rís alþýðan í þessum löndum
upp gegn ógnarstjórninni. I Venezuela eru skæruliðar alþýðu þegar
orðnir harðstjórninni og olíuhringunum, sem ráða henni, mjög
skeinuhættir.
Hin sigursæla bylting alþýðunnar á Kúbu er alþýðu Suður-
Ameríku kyndill frelsisins, vonin og vissan um sigur að lokum.
Landi stolið.
Ýmsu er stolið í auðvaldsheiminum, eigi aðeins kaupinu af verka-
lýðnum, heldur og eyrnahringjum af kvikmyndastjörnum Holly-