Réttur


Réttur - 01.09.1963, Page 85

Réttur - 01.09.1963, Page 85
Bókarfregn Ola Kraus und Ericli Kulka: MASSENMORD UND PROFIT. ( Fjöldamorð og gróði). Dietz Ver- iag. Berlin 1963. Bók þcssi er skrifuð á tékknesku af tveim mönnum, seni dvöldust 10 ár í cyðirgarbúðum nazista í Auschwitz. Hún er 434 síður, með ntörgum mynd- um. 1 formála segja höfundar að þeir skrifi þessa hók vegna hinnar ískyggi- legu þróunar, sem eigi sér stað í ná- granr.arfki þeirra, Vestur-Þýzkalandi. Þar sé r.ú Konnnúnistaflokkur Hýzka- lands bannaður, en hins vegar sé þar leyfður hvers konar áróður í anda nazista, stríðsæsingamanna og land- vinningastefnu. Bók þessi er ýtarleg rannsókn á „eyðingarstefnu nazista og efnahags- legum bakhjörlum hennar“. Hún skipt- ist í fjóra höfuðkafla: 1. Inngangur. Þar er m. a. gerð grein fyrir áróðri þeim, sem var und- anfari valdatöku nazista. 2. Framkvœmdir. Þar er lýst hinurn ýmsu „eyðingarstöðvum" („Vernicht- ungslager"), en svo hétu þær fanga- búðir, þar sem menn voru drepnir svo milljónum skipti. 3. Tilraunirnar. Þar er ýtarleg rann- sókn á þeim tilraunum, sem fram- kvæmdar voru á lifandi mönnum, bæði í þágu stóriðjuhringanna og hervaldsins, og fleiri hryllingsaðferð- um nazista. 4. Þeir, sem grœddu á því. Þar eru rakin hin miklu fésýslufyrirtæki þýzku auðmannanna, er tengsl höfðu við cyðingarbúðirnar og fjöldamorð- in. Einn kaflinn þar heitir „1G — Farben“, — en það er nafnið á einum voldugasta auðhring heims, er m. a. framleiddi köfnunarefni (þ. á m. áburð til Islands fyrir stríð) og gasið í dauðaklefana í Auschwitz. Þessi auðhringur er nú aftur að ná sínunr tökum í Vestur-Þýzkalandi. Annar kaflinn heitir „Krupp — Essen — Auschwitz". Þannig mætti lengi rekja. Þetta er nauðsynleg bók fyrir þá, er not geta af henni liaft málsins vcgna. Hún bendir á hættuna við að láta auðvald Vestur-Þýzkalands enn einu sinni ná forustunni í Evrópu auðvaldsins. En það er einmitt það, sem nú er að gerast. Skelfingar þær, sem þýzka auð- valdið í gervi nazismans, leiddi yfir þjóðir Evrópu, nrega aldrei gleynrast. Þessi bók hjálpar mönnunr til þess að muna þær. E. O.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.