Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 14

Réttur - 01.08.1964, Side 14
142 R É T T U R sjúkur og börnin svöng og hún taldi í ]>au kjark. ÞaS mundi rætast úr fyrir þeim. Daginn eftir fór hún enn á stað. Það hafði snjóað allmikið um nóttina, frostið hafði aukizt, það var nístingskuldi og sjalið hennar móður minnar var þunnt. En hún varð að fara. Kannske fór hún of snemma á stað, það var enginn kominn á fætur í húsi fátækrastj ór- ans og hún beið lengi og gekk um gólf til að halda á sér hita. Og kannske varð það henni til lífs, að fátæk kona úr húsi þar skammt frá bauð henni inn í eldhúsið sitt upp á kaffi. Þetta hyski drægist aldrei úr rúmunum, sagði hún. Konan hafði frétt af heimsókninni í Hamarkot daginn áður, og það var léttir fyrir móður mína að finna samúðina og beiskja kon- unnar var mikil, svo það var nokkuð erfitt að tala við hana, undir þessum kringumstæðum. Svo fékk hún að tala við fátækrastjórann og bað hann um hjálp að leysa út Skjöldu, sem hann þverneitaði. Þá bað hún um einhvers konar styrk, þar sem heimilið væri hjargarlaust, og því neitaði hann líka. Það mál yrði vel að rannsaka, svona fólki væri til alls trúandi og svo gætu þau sig sjálf fyrir hitt að hrúga niöur þessum börnum. Þá gekk móðir mín út og hraðaði sér heim. Það varð að hára skepn- unum og hylgra börnunum einhverju. Svo mundi hún leggja á stað aftur, eitthvað varð að reyna. En þennan sama dag kom sendimaöur frá fátækrastjóranum með miða upp á smáúttekt hjá faktornum sem sótti Skjöldu með hjálp laganna heim í fjósið í Hamarkoti og tók hana frá heimilinu, þar sem húsbóndinn lá sjúkur í rúminu og sex mögur börn biðu þess á allslausu heimili að Skjalda bæri fyrsta kálfinum sínum daginn eftir. En Skjalda bar í fjósi faktorsins þar sem mjólkandi kýr voru fyrir í fjósinu. Þannig gekk réttlætiÖ hinn breiða veginn sem lá til auðmannsins. Móðir mín sló enn á sig sjalinu sínu og gekk í slóðina sem mynd- azt hafði heim að Hamarkoti. Hún hafði meðferðis pokaskjatta og hreppsmiðann og von bráðar stóð hún í búð faktorsins. Hún tók út spil og kerti vegna jólanna og svo dálítið af hveiti og sykri og kaffi til að brenna. Síðan gekk hún aftur heim með byrðina og flýtti sér að baka brauð til þess að draga úr sorginni, sem jafnvel grúfði yfir bömunum. Síðan varð að þvo fötin og urðu börnin að vera inni daginn eftir meðan fötin þornuöu í fátækraþerrinum, sem ævinlega kom fyrir jólin. A jólanóttina tókst móður minni að bægja drunga örbirgðarinnar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.