Réttur


Réttur - 01.08.1964, Page 42

Réttur - 01.08.1964, Page 42
170 R É T T U R hörðu sléttarstríði lýst sem miklum sigri, þar sem pólitísk hagfræði borgarastéttarinnar hefði í fyrsta skipti orðið að gefast upp fyrir pólitískri hagfræði verkalýðsins. Fyrsta Alþjóðasambandið áleit að takmörkun vinnudagsins við átta klukkustundir „væri frumskil- yrðið og án framkvæmdar þess myndi öll önnur viðleitni til endur- bóta og frelsunar mistakast.“ — Síðan þetta gerðist hefur verka- Jýður flestra auðvaldslanda lcnúð fram með verkfallsbaráttu sinni og stjórnmálabaráttu lög um 8 tíma vinnudag og auk þess allmiklar endurbætur og ný félagsleg réttindi: ellilaun, orlof, vinnuvernd, ýmis konar tryggingalöggjöf o. s. frv. I mörgum auðvaldslöndum htyr verkalýðurinn baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku. Þróun verklýðssamtakanna. Fyrsta Alþjóðasambandið setti verklýðsfélögunum það hlutverk að „koma fram sem skipulagsmiðstöð verklýðsstéttarinnar“. Þá höfðu sterkustu verklýðsfélög alþjóðasambandsins, -— þau ensku, — ekki nema 3% verkalýðsins innan sinna vébanda. 1913 voru alls 15 milljónir meðlima í öllum verklýðsfélögum heims. Nú sameina verklýðsfélögin yjir 200 milljónir manna, — 40% aj hinni aljijóðlegu verklýðsstétt, — innan vébanda sinna. í þróuð- um auðvaldslöndum og þróunarlöndum Asíu, Afríku og Suður- Ameríku eru um 90 milljónir meðlimir í verklýðsfélögunum, en það er um 30% af launa-verkamönnum þessara landa. Hreyfing kommúnista. Fyrsta alþjóðasarnbandið kvað það vera skilyrðið fyrir sigri þjóðfélagsbyltingarinnar að verklýðsstéttin kæmi fram „sem sér- stakur stjórnmálaflokkur í mótsetningu við alla hina gömlu flokka auðmannastéttanna.“ Fyrsta skrefið á þeirri leið var Kommúnistasambandið, sem Marx og Engels stofnuðu 1847. Það var ekki fjöldaflokkur. Sambandið sameinaði innan sinna vébanda fámenna hópa byltingarmanna í nokkrum stærstu borgum Vestur-Evrópu. Meðlimirnir voru rúmir 400 að tölu. Fyrsli alþjóðlegi fjöldaflokkur verkalýðsins var I. alþjóðasam- bandið. í því voru tugir þúsunda verkamanna. Deildir þess störf- uðu í mörgum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrsta alþjóða- sambandið lagði grunninn að alþjóðahreyfingu kommúnismans nú á tímum.

x

Réttur

Subtitle:
Tímarit um þjóðfélagsmál
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-2964
Language:
Volumes:
73
Issues:
885
Registered Articles:
Published:
1915-1993
Available till:
1993
Locations:
Keyword:
Description:
Lögfræði. Stjórnmál.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue: 3. Hefti - Megintexti (01.08.1964)
https://timarit.is/issue/282992

Link to this page:

Link to this article: Vopnahlé.
https://timarit.is/gegnir/991004034289706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

3. Hefti - Megintexti (01.08.1964)

Actions: