Réttur - 01.08.1964, Page 42
170
R É T T U R
hörðu sléttarstríði lýst sem miklum sigri, þar sem pólitísk hagfræði
borgarastéttarinnar hefði í fyrsta skipti orðið að gefast upp fyrir
pólitískri hagfræði verkalýðsins. Fyrsta Alþjóðasambandið áleit
að takmörkun vinnudagsins við átta klukkustundir „væri frumskil-
yrðið og án framkvæmdar þess myndi öll önnur viðleitni til endur-
bóta og frelsunar mistakast.“ — Síðan þetta gerðist hefur verka-
Jýður flestra auðvaldslanda lcnúð fram með verkfallsbaráttu sinni
og stjórnmálabaráttu lög um 8 tíma vinnudag og auk þess allmiklar
endurbætur og ný félagsleg réttindi: ellilaun, orlof, vinnuvernd,
ýmis konar tryggingalöggjöf o. s. frv. I mörgum auðvaldslöndum
htyr verkalýðurinn baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku.
Þróun verklýðssamtakanna.
Fyrsta Alþjóðasambandið setti verklýðsfélögunum það hlutverk
að „koma fram sem skipulagsmiðstöð verklýðsstéttarinnar“. Þá
höfðu sterkustu verklýðsfélög alþjóðasambandsins, -— þau ensku,
— ekki nema 3% verkalýðsins innan sinna vébanda. 1913 voru alls
15 milljónir meðlima í öllum verklýðsfélögum heims.
Nú sameina verklýðsfélögin yjir 200 milljónir manna, — 40%
aj hinni aljijóðlegu verklýðsstétt, — innan vébanda sinna. í þróuð-
um auðvaldslöndum og þróunarlöndum Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku eru um 90 milljónir meðlimir í verklýðsfélögunum, en það
er um 30% af launa-verkamönnum þessara landa.
Hreyfing kommúnista.
Fyrsta alþjóðasarnbandið kvað það vera skilyrðið fyrir sigri
þjóðfélagsbyltingarinnar að verklýðsstéttin kæmi fram „sem sér-
stakur stjórnmálaflokkur í mótsetningu við alla hina gömlu flokka
auðmannastéttanna.“
Fyrsta skrefið á þeirri leið var Kommúnistasambandið, sem Marx
og Engels stofnuðu 1847. Það var ekki fjöldaflokkur. Sambandið
sameinaði innan sinna vébanda fámenna hópa byltingarmanna í
nokkrum stærstu borgum Vestur-Evrópu. Meðlimirnir voru rúmir
400 að tölu.
Fyrsli alþjóðlegi fjöldaflokkur verkalýðsins var I. alþjóðasam-
bandið. í því voru tugir þúsunda verkamanna. Deildir þess störf-
uðu í mörgum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrsta alþjóða-
sambandið lagði grunninn að alþjóðahreyfingu kommúnismans nú
á tímum.