Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 48

Réttur - 01.08.1964, Side 48
EINAR OLGEIRSSON: Draupnir Ragnars og aflvaki íslendingasagna Hin höfðinglega gjöf Ragnars Jónssonar til Alþýðusambands íslands á að vera sem Draupnir hinn forni. Af henni skulu drjúpa gjafir jafngöfgar, er verkalýðurinn gefur sjálfum sér eða fær. Þegar hefur dropið af Draupni þessum listasaga Björns Th. Og listasafn alþýðu er að drjúpa af hvortveggja, — ef íslenzk alþýða skilur hlut- a erk sitt. Málverkagjöfin er áskorun til íslenzkrar alþýðu: Það er þitt að varðveita og efla alla íslenzka menningu og gera hana að sameign allrar þjóðarinnar, — eins og þú áður varðveittir íslenzka tungu og íslenzka þjóðarerfð. Hver eru skilyrðin til þess að íslenzk alþýða geri þetta, verði við þessari áskorun, láti Draupnir njóta eðlis síns? Skilyrðið er stolt íslenzkrar alþýðu, sterk og skýr meðvitund hennar um manngildi sitt og sögulegt hlutverk í þjóðfélaginu. Karl Marx sagði eitt sinn: Verkalýðurinn þarf á slolti sínu að halda jafn hrýnt og blessuðu hrauðinu, og var verkalýðurinn þó svo fátækur þá, að brauðið skorti oftar en það var til, livað þá um önnur „Iífskjör“. Til þess að kenna sig ábyrgan fyrir þróun menningar, — mennta og lista —, þarf verkalýður heila og handa að líta á sjálfan sig sem forustulið þjóðarinnar, er hafi það helga hlutverk á liöndum að leiða hana — eigi aðeins fram til meiri hagsældar og frelsis, — heldur og til æðri fullkomnunar í listum og vísindum og hvers konar menningu. Og slíka hugmynd um sjálfan sig fær verkalýður- inn aðeins með því að hugsjón sósíalismans gagntaki hann, — að hann líli á sig sem þann aðila, sem eigi að skapa hið nýja þjóðfélag aameignar og jafnaðar, þar sem listin sé ekki lengur þerna auðs og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar: 3. Hefti - Megintexti (01.08.1964)
https://timarit.is/issue/282992

Link til denne side:

Link til denne artikel: Vopnahlé.
https://timarit.is/gegnir/991004034289706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. Hefti - Megintexti (01.08.1964)

Handlinger: