Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 22

Réttur - 01.11.1964, Page 22
214 R E T T U H gefa verður gaum — livað sem líður stjórnmálaskoðunum eða fræðilegum hugmyndum.“ I all mörgum háskólum eru nú fluttir fyrirlestrar um marxisma og sósíalisma, og það er alls ekki sjald- gæft að sjó bandaríska stúdenta lesa Kommánistaávarpið eftir Marx og Engels, Þróun jajnaðarstefnunnar jrá hugsjón til veru- leilca eftir Engels, Ríki og byltingu og Heimsvaldastejnuna eftir Lenin. AIMS er komið á fót sem viðurkenningu ó þessu breytta við- horfi í bandarísku þjóðlifi og til að stuðla að áframhaldandi þróun þess. Þetta eru samtök karia og kvenna, sem vilja auka og bæta þekkingu á marxisma í Bandaríkjunum. Stofnunin er óháð stjórnmálabaráttu. Verksvið hennar er rannsóknir, bókfræði, nám, umræður og skipti á skoðunum. Hún mun láta í té bókasafnsþjón- ustu, vera ráðgefandi og miðla fræðslu. Stefnt verður að því að breyta einhliða árósum og eintali í umræður milli marxískra fræði- manna og þeirra, sem aðhyllast hann ekki. Það eru fjórir hópar manna, sem stofnunin mun einkum snúa sér til: þeirra, sem viðurkenna gildi marxismans; þeirra, sem neita gildi marxismans, en laðast að áhrifum lians; þeirra, sem finnst marxisminn að vísu ekki aðlaðandi, en við- urkenna mikilvægi hans og að taka verði hann alvarlega; þeirra, sem taka enga ákveðna afstöðu til marxismans, en telja bannfæring hans skaðlega vísindunum og ósamboðna borgaralegu frelsi. Starfssviðin verða fjögur: bókfræði, kennsla, ranr.sóknir og kynning. Stofnunin mun gefa út skrá yfir marxískar bókmenntir — eink- um á ensku — með umsögnum, án þess þó að einskorða sig við það tungumál. Ennfremur sérstaka ársfjórðungsskrá yfir útgáfur í Bandaríkjunum og greinar. Verður þar getið helztu bóka og ritgerða á öllum sviðum vísinda og umsagnir um þær athyglis- verðustu, hvort sem þær eru marxískar eða ekki. Þá mun stofnunin gefa út marxíska bókfræði fyr.ir öll svið mannlegrar þekkingar, í sérstökum ódýrum heftum. Þar verða um- sagnir um bækur og einnig rúm fyrir tillögur um aðkallandi rann- sóknarefni. Framkvæmd verður nákvæm og kerfisbundin athugun ó þeirri kennslu um „kommúnisma“, sem krafist er eða mælt er með við

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.