Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 59

Réttur - 01.11.1964, Page 59
R É T T U R 251 hafa og treyst á forustu Bandaríkjaauðvaldsins fyrir „lýðræðisöfl- um“ í heiminum, til meðvitundar um hve fráleitt og hættulegt slíkt er. En fyrir alla þá, sem hingað til hafa blandað saman auðræði og lýðræði, þá kemur nú enn einu sinni í ljós, hve andvígt lýðræði er auðvaldi í eðli sínu. Og nú getur framhald lífsins á jörðinni oltið á því að menn geri sér þetta ljóst í auðvaldslöndunum, rísi upp gegn því auðhringavaldi, sem ógnar tilveru mannkynsins, en geri lýðræðið að því valdi, sem ræður, — að raunverulegu valdi fólks- ins í stjórnmálum og efnahagsmálum, í þjóðlífinu öllu. Þegar þetta fer í prentun er kosningunum lokið. Johnson var kosinn með 42 milljónum atkvæða eða tæpum 62% greiddra at- kvæða. Er það einn mesti sigur Demokrataflokksins. Republikana- flokkurinn beið herfilegan ósigur miðað við fyrra fylgi þess flokks, en alvarlegt er þó að eftir að hann gerist hálffasistiskur umskipt- ingur, skuli hann þó ná 26 milljónum atkvæða eða 38% greiddra atkvæða. Er það þrátt fyrir allt ískyggilegt. Er nú að sjá hvort Goldwaterisminn getur misst völdin í flokknum, eða hvort hálf- fasistiskt nýríkt auðvald á að ráða honum áfram. Mjög alvarlegt er, að Wall Street-auðvaldið, sem ætíð hefur áður stutt Republikana, fór að miklu leyti yfir á Demokrataflokkinn nú og nær því meiri tökum á honum en fyrr og getur það sérstaklega leitt til ennþá afturhaldssamari stefnu í utanríkismálum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.