Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 12
76
H E T T U R
Væri það ekki beinlínis stórliættulegt, ef engum rynni til rifja,
hver lágkúra og niðurlæging gætu orðið lilutskipti íslenzkrar menn-
ingar á 20. öld, ef engir risu upp á móti og berðust, ef engir tæku
blutina alvarlega?
„Hátíðleikinn fellur illa í kramið nú á dögum,“ stendur í Mbl.
Hvaða kram? Hverra kram? Kramaranna?
I->að er máske engin ástæða fyrir Islendinga til þess að horfa út
um lieim og sjá hvað er að gerast og hugsa um það? I»að er ýms-
um láð nú að hafa ekkerl hugsað meðan Hitler myrti í fangabúð-
unum og undirbjó heimsstyrjöld? En hvað er að gerast nú?
Fasisminn hejur gerl alla Suður-Ajríku að jangabúðiun.
— Níu milljónir manna eru meðhöndlaðir sem dýr af sad-
islum. — Portugalska auðvaldið skipuleggur j>jóðarmorð. —
Bandaríkjamenn myrða saklaust fólk í Vietnarn. — Hungur-
vojan er daglegur geslur hjá tveim jrriðju hluturn mannkyns-
ins. — Og kjarnorkustyrjöld gœti Jmrrkað út mannkynið fyr-
ir slysni. — En auðvald Arneríku neitar að eyðilagðar verði
allar alomsprengjur og hœttunni bœgt jrá.
Það er engin ástæða til að taka hlutina alvarlega! lslenzk borg-
arastétt hefur vanist af að gera það, — nema náttúrlega, ef gróði
hennar er í hætlu, þá liggur við að þjóðfélagið sé að farasl!
Og þessi borgarastétt heldur sig færa til að hafa forystu fyrir
þjóð eins og Islendingum!! Hún getur drottnað um stund, — arð-
rænt og blekkt um tíma, — ofursell land og þjóð í greipar erlends
valds, hervalds og auðvalds, um nokkurt skeið, — en hún getur
ekki haft forystu fyrir þjóðinni. Braut 20. aldar fram til vaxandi
frelsis og farsældar hafa verkamenn og menntamenn rutt, — en
íjötrana og niðurlæginguna hefur auðmannastétlin lagl til.
II.
Hver er undirrót þessa mannmats borgarastéttarinnar? Hvað
er hlutverkið, sem hún ætlar skáldum sínum?
Fyrir rúmum áralug gerðist það í Reykjavík, að áhugasamur
erindreki hins drottnandi valds kom inn á skrifstofu sína og kvað
upp úr um verkið, er hann hafði verið að vinna með svohljóðandi
orðum: „Eg var að kaupa skáld.“
Orðin voru táknræn fyrir það tímabil, sem í hönd fór. Skáldin
eru keypt, — eins og fé á fæti. — En þó — féð selur sig ekki sjálft
og myndi vart gera, ef það vissi til livers.