Réttur


Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 50

Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 50
114 R E T T U R Brátt kom röðin að sýrlenzka auövaldinu: í ársbyrjun 1964. Nú er 80% iðnaðarins ríkisrekinn og vex liröðum skrefum. I 106 þjóð- nýttum fyrirtækjum, með 243 milljón sýrlenzkra punda fjármagni, unnu 12000 verkamenn. Meðal full þjóðnýttra fyrirtækja eru 5 sementsverksmiðjur, 2 sykurverksmiðjur, 2 jurtaolíuverksmiðjur, ein ullarverksmiðja, gler- og postulínsverksmiðja í Damaskus, öl- gerð í Aleppo og eldspýtnaverksmiðja í Damaskus. Miðstjórn Kommúnistaflokksins lýsti sig fylgjandi þessum þjóð- nýtingarráðstöfunum. Hún kvað þær skapa grundvöll að þróun án auðvaldsskipulags. Hins vegar leystu þessar ráðstafanir ekki hin efnahagslegu og þjóðfélagslegu vandamál, þær tryggðu ekki auð- velda og beina leið til sósíalismans, þótt þær skapi forsendur fyrir slíkr.i þróun. Það er nauðsynlegt að íhuga frá fræðilegu sjónarmiði möguleika slíkrar þróunar frumstæðra landa til sósíalismans, án þess þau gangi gegnum þróunarskeið auðvaldsskipulagsins. Yms lönd Afríku, þar sem enn ríkja þjóðfélagsform, sem til voru á undan auðvaldsskipulaginu, jafnvel ættasamfélög, geta, eftir að hafa öðlast frelsi, þróast til sósíalisma án þess að upplifa þróunar- skeið auðvaldsins. Hvað þau lönd snertir, þar sem auðvaldsþróun er byrjuð í landbúnaði og iðnaði og auðmannastétt og verkalýður þegar hafa myndast, — þá er verkefnið þar að hindra þróun auð- valdsins, varpa auðvaldinu á brott, meðan það er enn á byrjunar- stigi. Frá stéttarsjónarmiði er þróun án auðvaldsskeiðs leið, sem liggur til myndunar, þróunar og stöðugs vaxtar verklýðsstéttar, en ekki til vaxtar og festingar auðmannastéttar. * Iðnaðarframleiðsla Sýrlands er um 14% þjóðarteknanna (í Egyptalandi 22%). Það er í þágu þjóðarinnar að þessi framleiðsla verði stóraukin. Sá möguleiki er hinsvegar til, þótt iðnaðurinn ’ sé ríkisrekinn, leið án auðvaldsskeiðs opin og verklýðsstéttin vaxandi, að ef ekki eru gerðar nauðsynlegar ráðstafanir, þá staðni þróunin fram til sósíalisma og lýðræðis. Ríkisauðvaldið getur stirðnað sem þjóð- félagsform og hægt er halda alþýðunni frá þátttöku í því að stjórna efnahagslífinu. Og þetta getur leitt til þess að upp komi eins konar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.