Réttur


Réttur - 01.05.1965, Side 45

Réttur - 01.05.1965, Side 45
R E T T U R 109 land. Ekki þarf nema meðal síldarleysissumar til að draga til muna úr tekjum íslenzkra námsmanna. I engu þróuðu iðnaðarríki þekkist það, að allur sá fjöldi fólks, sem situr á skólabekk að vetrinum, geti svo að segja á einum og sama vordegi gengið út í atvinnulífið og fengið þar næg verkefni. Með auknum íbúafjölda og vaxandi lækni Idýtur smám saman að verða minna og minna rúm fyrir skólafólk í atvinnulífinu. I þriðja lagi er þess að gæta, að hér á landi eyða menn fleiri árum í að læra til stúdentsprófs eða embættisprófs en í nágrannalöndunum, vegna liinna löngu sumarleyfa. Þegar þar við bætist, að námsefni hefur tilhneigingu til að vaxa, einkum þó á svið.i raunvísinda, er óhætt að gera ráð fyrir, að sumarleyfi muni slytt- ast en árlegur námstími lengjast. Mundi þá heldur þrengjast hringur- inn utan um efnaminnstu námsmennina, því það er slaðreynd nú mitt í góðærinu, að einstaka námsmaður, sem hefur orðið óheppinn með sumaralvinnu, hefur orðið að hætta námi um hríð eða lesa utanskóla. Það er því auðsætt, að rikisvaldið verður í framtíðinni að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem geri vissum liópi þeirra, er hæfi- leika hafa, kleift að stunda nóm í æðri skólum. En óður en minnst \erður á lausn.ina, er rétl að svipast ofurlítið um í Iláskóla Islands, því þar eru þessi vanda:nól nú þegar komin lil sögunnar. Algengt er, að háskólastúdentar vinni meira og minna með námi á vetrum. Ýmist skipta menn deginum milli náms og starfs, eða menn vinna fulla vinnu að velrinum og geyma námið á meðan að miklu eða öllu leyti. Afleiðingin er sú, að námið í heild cekur lengri tíma en ella. Að þetta liefur ekki verri afleiðingar má þakka hinu akademiska frelsi, sem leyfir mönnum að sækja tíma að vild og eyða svo löngum tíma sem þeim sýnist í að búa sig undir próf. Þar að auki hyllast stúdenlar til að vinna þau störf með nómi, sem telja má að einhverju Jeyti skyld náminu sjálfu og koma því beint og óheint lil tekna. Þrátt fyrir það verður að leggja óherzlu á ókosti þess, bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklinginn, að menn séu nauð- beygðir Lil að eyða ó]>arflega löngum tíma í sérnám sitt, stundandi námið í hjáverkum og vinnandi ýms störf, sem þeir hafa ekki rétt- indi til lögum samkvæmt. En til eru þeir háskólaslúdenlar, sem naumast hafa aðstöðu til

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.