Réttur


Réttur - 01.05.1965, Side 41

Réttur - 01.05.1965, Side 41
105 K É T T U R heimsviðburðanna, hinir miklu sigrar verkalýðsins á þessari öld og fræðikenning marxismans liafa sannað, að Sovétríkin fóru þá einu leið sem þeim var fær, sögulega rétt og vænleg til sigurs. En þótt hún væri hin eina rétta leið fyrir fyrsta ríki sósíalismans þarf húu ekki að vera það fyrir öll önnur sem á eftir koma. Við núverandi aðstæður er hinn sósíalíski hluti heimsins voldugur og sterkur bakhjarl smáríkjum, hæði stjórnarfarslega og efnalega, og verður því að gefa gaum eftirtöldum atriðum við efnahags- áællanir: nýta lil fuiis náttúruauðæíi iandsins, taka í notkun allar tiltækar framleiðsluaðferðir, notfæra sér nátlúruskilyrði (veðurfar o. s. frv.), hagnýta til liins ýtrasta alþjóðlega verkaskiptingu, eink- uin í sósíalíska heimshlutanum. (1 þessu sambandi er ekki talað um ríki sem þurfa að koma á lijá sér alhliða slóriðju, svo sem Kína og Indland.) Þá er heilbrigðum þjóðarbúskap nauðsynlegl vinnuafi, fæða Lil viðhalds vinnuaflinu, hráefni, vélar, byggingar fyrir iðnað og iandbúnað, vegir og samgöngutæki — og er þó aðeins nefnt það helzla. Sumt af þessu er hægl að flytja inn í vöruskiplum frá öðrum löndum, en ekkert má missa sig og verður að virkjast á sem hag- kvæmastan hátt, þ. e. hámarksnýling auðiindanna samfara bættum lífskjörum almennings jafnt og þétt. Frá þessum bæjardyrum séð virðist iðnvæðing landbúnaðarins vera heppilegasta lausnin fyrir mörg hinna nýfrjálsu rikja, þar á meðal Kúbu. Samt er í lönduin þessum mörgum andstaða gegn þess- ari leið. Hvers vegna? An efa vegna þess að landbúnaður var aðal- atvinnuvegurinn á nýlendustigi þeirra, rekinn af nýlenduríkjunum og oft sem einyrkjabúskapur. Vinnan við hann var ýmist bein eða óbein nauðungarvinna, afar illa launuð. Vélvæðing var lítil vegna þess að vinnuaflinu var haldið ódýru. Þeir sem framleitldu matinn þjáðust af hungri og lifðu við sáruslu fálækl. Aðrar atvinnugreinar voru aðeins til málamynda, nema námu- gröftur sem færði nýlenduherrunum stórgróða. Með þetta í huga er skiljanleg ótrúin á landbúnaðinum, að litið er á hann sem úrelta vinnuþrælkun, og óskirnar um iðnaðarframkvæmdir. En nútíma landbúnaður er ólíkur því sem áður var og einkum i nýlendunum. Andslæðurnar „landbúnaður eða iðnvæð,ing“ er úrelt hugtak. Nú er hann meðal hinna færu leiða þjóðarbúskaparins, og vér verðum að yfirstíga — sögulega auðskilda — fordóma gegn honum. Land- húnaðariðnvæðing er mjög mikilvæg og jákvæð leið fyrir mörg

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.