Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 26
90
R É T T U U
2. Stytting samanlagðs vinnutíma í dagvinnu og eftirvinnu, án
launaskerðingar, með samningum við atvinnurekendur. Hér kem-
ur það m. a. til, að óhjákvæmilegt er orðið að samræma vinnu-
tímalengd í dagvinnu hjá öllum, sem vinna í sömu starfsgrein eða
á sama vinnustað, en verulegt ósamræmi er nú orðið í þeim
efnum.
3. Stytting yfirvinnu (eftirvinnu- og næturvinnu) í áföngum sam-
fara hækkun dagvinnulauna, þannig að heildartekjur raskist ekki.
4. Að teknar verði upp vinnurannsóknir og vinnuhagræðing með
styttingu vinnutíma án aukins vinnuálags eða skerðingar á fram-
leiðslu að markmiði.
5. Að lekin verð.i upp ákvæðisvinna í auknum mæli samfara slröng-
um takmörkunum á vinnutíma.
6. Að orlof verði lengd og framkvæmd orlofslaga tryggð.
7. Að ráðstafanir séu gerðar til styttingar viðvistarlíma á vinnu-
stað án styttingar á „effektivum“ v,innutíma.
o, Að verkalýðssamtökiri efli mjög áróður sinn fyrir styttingu
vinnudagsins, m. a. með fræðslu um margvíslega skaðleg og
hættuleg áhrif óhóflegs vinnutima og styrki þannig vilja skjól-
stæðinga sinna fyrir því að stórum hluta hugsanlegra kjarabóta
á næstu árum verði beinl að styttingu vinnudags og vinnuviku.
Audhringur Oppcnheimcrs fer i fiskframlciösluna líka.
Anglo-American Corporation, ■— hinn risavaxni auðhringur í fas-
istaríkinu Suður-Afríku, en auðmannafjölskyldan Oppenheimer er
aðaleigandi hans, — er eigi aðeins drottnandi í Suður-Afríku,
heldur og í Rhodesiu, svo á hann koparnámur í Zamhiu og demants-
námur í Tanzaníu. Nú er hann að hefja stórfellda niðursuðu og
hraðfrystingu á fiski í Porta Amelia. Hringurinn er sjálfur aðaleig-
andi, leggur fram 1 milljón jrunda (120 millj. ísl. kr.) til að byrja
með. En aðrir hluthafar verða portugalskir auðmenn og auðmenn-
irnir Irv.in og Johnson, sem verið hafa einokunarherrar í fiskiðnaði
Suður-Afríku. Hlutaféð á að verða 15 milljónir punda (17000 milij.
kr.) og félagið á að heita Industries de Peize Nosha Senhora de
Fatima. Slarfsfólk verður um 800 hvítir menn og 10.000 afríkanskir.