Réttur


Réttur - 01.05.1965, Síða 29

Réttur - 01.05.1965, Síða 29
R É T T U R 93 ismann, einkum um liagfræðileg efni, — og hefur vafalaust verið einn hinn fyrsti af leiðtogum kommúnista í Rússlandi, er sáu hvað verða vildi um þróun ríkisvalds og flokks. Isaac Deutsclier segir í ævisögu Trotskis, 2. bindi, fiá leynifundi, er Bucharin, ]iá leiðtogi hægri manna í flokknum, liafi átt 11. ágúst 1928, með Kamenev og Sokolnikov, tveim af leiðtogum vinstri manna, trotskista, um hættuna af vaxandi tökum Stalíns cg hvernig hann myndi út- rýma því frelsi, er var í flokknum. Og skilgreining Bucharins á meininu fólst í þessum orðum: „Undirrót meinsins er, að flokkurinn og ríkisvaldið er al- gtrlega runnið saman í eitt.“* Andstæðingar sósíalismans reyna mjög að nota harmleikina í Sovétríkjun- um til áfellisdóms yfir sósíalismanum. Áróður þeirra um liina „nýju stétt“ er einnig sams konar tilraun. Að svo miklu leyti sem slík fyrirbrigði gerast sem harmleikir ofstækisins á fjórða og fimmta áratugnum eða tilhneigingar til nýrrar embættis-yfirstéttar-myndunar, þá er nauðsynlegt að sósíalistar skýri þau á marxistiskan hátt, læri af þeim og séu á verði gegn þcim. En Bucharin ræðir einnig í síðasta kafla eins aðalrits síns, „Söguskoðun cfnishyggjunnar," um forsendurnar fyrir því, að slíkum tilhneigingum sent t d. til nýrrar embættis-yfirstéttar-myndunar sé útrýmt. Þessar hugleiðingar lians, þótt ritaðar séu 1921, eiga því erindi til okkar í dag. Einkum er eftirtektarvert að athuga það tvennt, sem liann telur forsendu hins stéttlausa þjóðfélags: 1. Vöxt framleiðsluaflanna, — og það er sú þróun, sem einkennt hefur Sov- étríkin eftir 1917: hinn tæknilegi grundvöllur og forsenda sameignar þjóð- félagsins er skapað með iðnvæðingunni miklu. 2. Afnám menntunareinokunarinnar. — Einmitt það afnám og hið ágæta fræðslukerfi hefur gefið hæfústu mönnum alþýðunnar möguleika til þess að inna af hendi vísindaafrek Sovétþjóðanna og skapa hámenntaða verkalýðs- slétt. Hins vegar ríkir enn einokunar- cða einangrurarstefna á sviði þjóðfé- lagsvísindanna að því leyti sem frjálsar umræður um öll vandamál marxism- ans og sósíalismans yfirleitt eru takmarkaðar, en stendur nú vafalaust til bótal. Hér verður á vegi vorum viðfangseíni, sem er litið rætt í ritum marxista. Yér höfum veitl ]iví athygli, að stéttin drottnar í gegnum flokkinn, flokkurinn í gegnum fotustuna; að sérhver stétt eða flokkur hefur, ef svo má segja, sill foringjaráð. Þetta foringjaráð cr tæknileg nauðsyn, stafar — eins og vér höfum veitt athygli — * Borgaralegir menntamenn eiga til að bera voldugum sósíaldemó- krataflokkum, er lengi sitja við völd, hið sama á brýn. Jens Arup Seip, söguprófessor í Oslo, bar norska Verkamannaflokknum slíkar tilhneigingar a brýn í fyrirlestri, er hann hélt í norska Stúdenlafélaginu 1963 og gefin var Út hjá Uniyersitetsforlaget og heitir: „Fra embedsmannsstat til eetpartistat,11

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.