Réttur


Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 25

Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 25
R É T T U R 89 liálfu af lengri vinnutíma og e. t. v. að nokkru af yfirborgunum og í.ldurshækkunum í einstökum greinum. 1 töflu II er sýnd lilutfallsleg skipting vinnulauna og vinnutíma í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu árið 1963 hjá verkamönnum, vörubílstjórum, verkstjórum og verkakonum. Náðurstöðurnar eru hinar athyglisverðustu og sýna mjög ljóslega hve óralangt við erum að komast jrá því marki að dagvinnan ein nægi til öflunar sóma- samlegra árslekna. Þessar meðaltölur sýna að verkamenn aíla aðeins 55% tekna sinna með dagvinnu, vörubílstjórar 62%, verkstjórar 51% og verkakonur 50%. Eins og í fyrri töflunni (I) leyna þessar meðaltölur staðreyndum eins og þeim að verkamenn í frystihúsum afla aðeins 40% tekna sinna með dagvinnu og hafnarverkamenn 52%. Byggingavinna gefur aftur á móti 65% teknanna í dagvinnu (verkamenn). Ekki verður heldur af niðurstöðum þessum séð hvernig hið mikla álag yfirvinnunnar fellur á skennnri timabil, mánuði, vikur eða daga, en skaðleg áhrif þess verða auðvitað mest þegar nótt er jafnvel lögð v.ið dag tímum saman og menn verða að hefja sinn langa vinnudag vansvæfta og vanhvíldir. Eins og að framan getur eru skýrslur þær, sem hér hefur verið rætt um ýmsum takmörkunum háðar. Engu að síður varpa þær nokkru ljósi á stærð þess viðfangsefnis, sem íslenzk verkalýðshreyf- ing hlýtur, ef hún vill reynast hlutverki sínu vaxin að skoða sem brýnast allra verkefna á næstu tímum: að afnema vinnuþrældóminn, koma á mannsæmandi vinnudegi og tryggja lífvænleg kjör af erf- -ðislaunum fyr,ir slíkan vinnudag. Til þess að þetta takist þurfa laun fyrir dagvinnu að hækka um 60—90% og er þá ekki gert ráð fyrir samhliða hækkun heildarlauna frá því sem nú er, en árleg liækkun launlauna án tillits til vinnutímalengdar verður einnig að koma til. Það er því ekki líklegt að unnt sé að stytla vinnudaginn svo full- nægjandi sé í einu vetfangi. Þar verður hvorttveggja að koma til, stórfelldar breytingar í atvinnurekslrinum og aðgerðir af hálfu verkalýðssamtakanna með samningum við atvinnurekendur og ríkis- valdið. Til þess að nálgast Jiað markmið sem hér ber að keppa að virðasl eftirlaldar aðgerðir helzt koma til greina: 1- Að sett verði löggjöf um vinnuvernd, sem m. a. kveði á um liá- mark v.innutíma á sólarhring, á viku, á mánuði og á ári, og um algert bann við næturvinnu og helgidagavinnu þar sem hún verð- ur ekki talin óhjákvæmileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.