Réttur


Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 30

Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 30
94 R É T T U R af skorti á eindrægni innan stéttarinnar og rnenningarlegri einingu ilokksfélaganna. MeS öðrum orSum, sérhver stétt hefur sína sJcipu- lagsjrömuði. Ef vér lítum á þróun þjóðfélagsins frá þessum sjón- arhól, þá getum vér auðvitað spurt: Er þá hið stéttlausa þjóðfélag kommúnismans, sem kommúnistar tala um, í raun og veru fram- kvæmanlegt? Vissulega. Vér vilum, að stéttirnar — eins og Engels segir — er lífrænn ávöxtur verkaskiptingarinnar, þess skipulagsslarfs, sem var tæknileg nauðsyn framþróun þjóðfélagsins. Og það er bersýni- legt, að jafnvel í þjóðskipulagi framtíðarinnar verður þetta skipu- lagsstarf nauðsynlegt. Auövitað getum vér komið með þá mótbáru, að í framtíðarþjóðfélaginu hverfi séreignin og geti ekki myndazt, en það sé einmitt hún sem orsaki stéttirnar. En þessu er einnig mótmælt. Prófessor Roberl Michels segir í mjög athyglisverðri bók, Zur Soziologie des Parteiwesens in der modernen Demokratie (Leipzig, 1910, bl. 370): „Um þetta atriði koma fram efasemdir sem leiða til þeirrar niðurstöðu, ef íhugaðar eru, að hafna beri algerlega möguleikanum á stéttlausu ríki. (I stað ríki ætti að standa þjóöfélagi. N.B.) Stjórn á ómælanlegu fjármagni (Jj. e. a. s. framleiðslutækjunum. N.B.) gefur stjórnendunum a. m. k. jafnmikið vald og eigendum auðmagnsins, séreignarinnar.“ Frá jjessu sjónarmiði væri ])á öll Jjjóðfélagsþróun aðeins skipli á for- ustuhópum. (Viljredo Pareto talar einnig um „kenninguna um for- ustuhr,ingrásina“.) Þetla atriði verður að rannsakasl. Fái þessi fullyrðing staðizt, ]>á er einnig rétt sú ályktun Michels, að sósíalistarnir geli sigrað en sósíalisminn ekki. En áður skulum vér athuga annaö dæmi. Þegar borgarastéttin droltnar, þá drottnar hún ekki í gegnum alla einstaklinga stéttar- innar, heldur aðeins forustuna. En vér vitum ]>að mæta vel, að þrátt fyrir það myndast alls ekki stéttaskipting innan borgarastéttarinnar. Stórjarðaeigendur Rússlands drottnuðu þannig, að þeir beittu fyrir sig æðstu embætlismönnum sínum, sem handböfum valdsins og þeir voru stór hópur, heil hjörð. En embættismennirnir lentu aldrei á neinn hátt í andstöðu við stórjarðaeigendur sem stétt. Hvers vegna? Af þeirri einföldu ástæðu að lífskjör þeirra voru alls ekki lakari en hinna, menningarstigið yfirleitt ]>að sama, og þeir sem drottnuöu komu ávallt úr þeirra röðum. Engels hafði því á réttu að standa, að stéttirnar væru að vissu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.