Réttur


Réttur - 01.05.1965, Side 49

Réttur - 01.05.1965, Side 49
KHALED BAGDASH: Hin nýja leið Sýrlands I Khaled Bagdash er affalritari sýrlenzka Kommúnistaflokks- ins og grein hans úr World Marxist Review, sem hér birtist í útdrætti, fjallar um ]>au sérstökn vandamál þjóðfélagsþróunar, sem eru sameiginleg mörgum Arabaríkjum]. Ríkisstjórn Sýrlands þjóðnýtti meira en eitt hundrað auðvalds- fyrirtæki að nokkru eða öllu leyti veturinn og vorið 1964. Rétt áður höfðu allar olíulindir og námur verið þjóðnýttar. Var það mikið högg á olíuhringana og sár vonbrigði fyrir vestur-þýzka Concordia- hringinn, sem var að sækjast eftir sérleyfum. Auðmannastéttin skipulagði kröfugöngur og uppþot, en heið ósigur. Kommúnistar liörðust eðlilega við hlið framfaraaflanna gegn erindrekum úllenda auðvaldsins. Saga þjóðnýtingarinnar í Sýrlandi er einstök í sinni röð. Sýrland var fyrst Arabaríkjanna að öðlast sjálfstæði og reka franska og brezka heri úr landinu. Sýrland var fyrst Arabaríkjanna t.il að þjóð- nýta eignir einokunarhringa. Smátt og smátt varð þjóðnýtingin víð- tækari og 1957 hafði ríkið tekið við rekstri fleslra greina, er erlent auðvald hafði einokað (tóhak, járnbrautir, raforkuver, bankar). Síðan voru allir bankar og vátryggingarfélög þjóðnýtt. Nú hefur erlent auðvald enga valdaaðstöðu í Sýrlandi, nema olíuleiðsluna frá Irak og Saudi-Arabíu, sem liggur um Sýrland. — Burgeisastétt Sýrlands var hinsvegar hrædd við þessa þjóðnýtingaröldu, einkum að taka eignir erlenda auðvaldsins eignarnámi skaðahótalaust, — hún hélt að slíku yrði beilt við sig síðar. En eignarnámið var varið með því að þessi erlendu auðfélög hefðu rakað lil sín slíkum óskapa- P.uð á kostnað landsins að þau verðskulduðu engar skaðabætur.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.