Réttur


Réttur - 01.05.1965, Side 44

Réttur - 01.05.1965, Side 44
108 U E T T U li Útlendingur, sem staldrar við í einhverju síldarþorpinu að sumri til, finnur sig óvænt dottinn inn í forkostulegt mannfélagslahóra- torium. Hann reksl á alls konar fólk: ævintýramenn, lauslátar konur, venjulegl verkafólk, bændur milli töðu og háar, atvinnuleysingja að norðan og vestan — og námsmenn, mælandi við þá bjagaðar heims- tungur. A Islandi eru lengri sumarleyfi í skólum en víðast hvar annars staðar í heiminum. Erlendis er yfirleitt óhugsandi fyrir náms- menn að ætla sér að vinna fyrir námskostnaði í sumarleyfum, en hér á landi stendur sumaratvinna námsmanna að mestu eða öllu straum af námskostnaði þeirra yfir veturinn. Þess eru jafnvel dæmi, að slúlkur í menntaskóla hafi kostað nám sitt algjörlega sjálfar með því að vinna tvöfalda vinnu að sumrinu. Það er þetta ástand, sem tryggir raunverulegt jafnrétti til mennlunar í þessu landi. En setj- um nú svo, að hér verð.i breyting á, hvað verður þá uppi á ten- ingnum? Ekki er neinum vafa bundið, að töluverður hópur náms- manna yrði þá að hætla námi um lengr.i eða skemmri tíma vegna féleysis. Hvað annað gætu þeir gert, sem ekki geta vænzt stuðnings úr föðurgarði? Allir vita, hversu ófær fjölskylda með meðaltekjur*) er til að standa undir margra ára langskólanámi eins eða fleiri með- lima sinna, þegar við bætist, að námið þarf í ýmsum lilfellum að stunda í fjarlægum landshlulum, en ókeypis fæði og húsnæði er sá stuðningur, sem efnalillar fjölskyldur geta fyrst og fremst látið í té. En eru þá nokkrar líkur á, að þetta ástand breytist og námsmönn- um verði ókleift að afla sér lífeyris yfir sumarið? Og er ekki æski- legt, að námsmenn deili kjörum með alþýðunni og kynnist lífi hennar? Vissulega er nauðsynlegt að menntamenn og embættismenn séu í sem nánustum tengslum við alþýðu manna, skilji þankagang hennar og þarfir, og því þarf beinlínis að Iryggja, að allir slúdentar cyði hluta af leyfum sínum við ýmis almenn störf og deili kjörum með venjulegu verkafólki. En þar með er ekki sagt, að efnahagsleg nauðung skuli reka efnaminni námsmenn (einmitl þá, sem koma úr framleiðslusléttunum) til að þræla tvöfaldan vinnudag fjóra mánuði á ári til að geta aflað sér menntunar. I annan stað er mjög óskyn- samlegl að gera ráð fyrir því, að núverandi atvinnuástand haldist lil eilífðar. Undanfarin ár hefur borizt óvenju mikill síldarafli á *) Tekjur Dagshrúnarmanns samkv. 1. taxta og 8 tíma vinnudegi voru 83.600 kr., „vísitölufjölskyldan" þarf tæp 100 þús. kr. lil að lifa, auk hús- næðiskostnaðar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.