Réttur


Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 34

Réttur - 01.05.1965, Blaðsíða 34
98 R E T T U R ÞaÖ eru nú liðin 10 ár síðan einn af leiðtogum flokks vors ])að okkur, manninn minn og mig, að taka að okkur ólöglega starfsemi i’yrir flokkinn. Maðurinn minn hafði þegar svarað ósk þeirri játandi með öllu starfi sínu árum saman fyrir flokk.inn. Fyrir mér varð þetta mikilvægasti dagur lífs míns. Atta árum síðar (1961), var hann skotinn til bana af leynilög- reglu fasista á götu í Lissabon, eigi langt frá þeim stað, þar sem þetta viðtal fór fram. Ég er viss um þó hann hefði vitað að svo færi, þá hefði hann ekki hikað. Og hefði hann mátt mæla, áður en byssukúlurnar riðu honum að fullu, þá hefðu síðustu orð hans verið þessi úr því kvæði Aragon, sem hann elskaði: „Og þó ég mætti velja á ný, ég kysi sömu leið . .. . “ Eitt af því versta, sem leynistarfsemin leiðir af sér, er aðskiln- aðurinn frá fjölskyldunni. Svo segir maður.inn minn í hók sinni: „Mótspyrnuhreyfingin í Portugal“, en hún var rituð á meðan við unnum neðanjarðar. Hann unni foreldrum sínum hugástum. Hann óttaðist að hann myndi aldrei sjá þau aftur, eftir að hann tók upp leynistarfið, því þau voru farin að eldast. Hann opnaði ætíð blöðin kvíðafullur, því hann bjóst v.ið að sjá ])ar lilkynningu um dauða þeirra. Hann sá þau aldrei framar. Hann sá heldur aldrei aftur Theresu, elztu dóttir okkar. Við urðum að skilja við hana 1959, þegar hún var sex ára gömul. Maðurinn minn varð líka að hælta við list sína eftir 1954. Það var þung fórn, en hann minntist aldrei á það. En oft tók hann pensil og málaði, — myndir af mér og dætrum okkar, — myndir af því, sem gerðist á götunni. Við birtum oft teikningar eftir hann í leyni- blöðunum. Ég er með eina þeirra. Hún var íierð mánuði áður en hann var myrtur. Þá var ólga um allt landið. Yfir 20.090 manns safnaðist saman í kröfugöngu í Almada og heimtaði: ..Frelsi“, — „Komið heim með hermennina okkar frá AngoIa“, — „Niður með Salazar!“ Lögreglan skaut á mannfjöldann. Einn umrur verkamaður var drepinn og margir særðir. — Teikn.ing hans er af unga verka- manninum liggjandi á jörðinni, dauð höndin kreppt um stein. Við brutum heilann um hvað standa skyldi undir myndinni, en að loku n setti hann þetta undir: „Ríklegustu hveitiakrarnir spretta úr þeim jarðvegi, sem hlóð píslarvottanna vætti“. Bók mannsins míns um „Mótspyrnuhreyfinguna í Portugal“ er hetjusaga föðurlandsvinanna, sem berjast æ heitar því fleiri sem falla, — og varðveita helga minningu þeirra, er fórna lífinu fyrir l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.