Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 1

Réttur - 01.10.1930, Side 1
Straumhvörf. Byltingaröflin og sosialdemokratar. Það er því augljóst af því, sem að framan er sagt, að heiminum er nú algerlega skift í tvo fjandsamlega flokka, sem búast til að heyja úrslitaorustuna, tvær andstæðar heimsskoðanir, sem lýstur saman í hinni ógurlegustu baráttu, tvö voldug öfl, annað hnígandi fulltrúi hins forna auðvaldsskipulags, hitt rísandi máttur verkalýðsins og sosialismans. Með auðvaldinu standa öll öfl hins gamla þjóðfje- lags, konungsvald, aðall, kirkja og klerkar, auðmenn og embættisvald; — auk þess mentamenn og smáborg- aralýður að miklu leyti. Auðvaldið hefur enn % hluta heimsins á valdi sínu og notar óspart öll blöð sín, alt frá blöðum sosialdemokrata og yfir til fasista, til að breiða út lygar um Ráðstjórnar-Bandaríkin (RB) og undir- búa þannig stríð gegn þeim. Öfl þau, sem nú vinna gegn heimsauðvaldinu, eru ráðstjórnarríkin, verkalýðshreyfingin og nýlenduupp- reisnin. Sambandið, sem sameinar þessa þrjá aðilja og stjórnar samfeldri baráttu þeirra gegn heimsauðvald- inu er Alþjóðasamband Kommúnista (Kommunistische Internatjonale, stytt Komintern, einnig kallað 3. Inter- nationale). Einmitt nú er þessi barátta gegn auðvald- inu að komast á hástig. Á stórum svæðum í Kína eru þegar mynduð ráðstjórnarríki. í Indlandi rekur hver uppreisnin aðra. í Persíu, Egyptalandi og öðrum yf- 21

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.