Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 23

Réttur - 01.10.1930, Page 23
Rjettur] KARL MARX! 335 inga og ávarpa. i baráttunni til að sameina verklýðs- hreyfinguna í ýmsum löndum og í viðleitni sinni til að beina hinum ýmsu greinum hins ómarxistiska sosial- isma (Mazzini, Proudhon, Bakunin, hin enska »frjáls- lynda« iðnfélagahreyí'ing og hægri-tilhneigingar Las- salles í Þýzkalandi) til sameiginlegs starfs, og í barátt- unni við kenningar þessara flokksbrota, ákvað Marx hina einu réttu baráttuhögun í verklýðshreyfingu hinna ýmsu landa. Þegar Parísaruppreistin, sem Marx lýsti svo snilldarlega og mat svo mikils (»Borgara- styrjöldin í Frakklandk) hafði verið bæld niður og fylgjendur Bakunins höfðu klofið »Alþjóðasamband verkamanna«, gat Alþjóðasambandið eigi staðið leng- ur í Evrópu. Marx hafði það fram eftir þing Alþjóða- sambandsins í Haag 1872, að aðalráð þess var flutt yf- ir til New York. 1. Alþjóðasambandið hafði nú leyst af hendi sitt sögulega hlutverk og rýmdi nú til fyrir nýju tímabili, sem einkennt var af hraðfara vexti verka- lýðsstéttarinnar í öllum löndum. Á þessu tímabili breiddist verkalýðshreyfingin óðfluga út og þá skóp- ust hinir sósialistisku (lýð) -fjöldaflokkar verkamanna innan einstakra þjóðríkja. Hið erfiða verk í Alþjóðasambandinu og enn þá fremur hin örðuga kenningastarfsemi Marx fóru al- gerlega með heilsu hans. Hann hélt áfram verki sínu í þjóðhagsfræðinni og vann að því að ljúka við »Auð- magnið«. 2. des. 1881 dó kona hans. 14. marz 1888, er hann sat í hægindastól sínum, sofnaði hann svefninum langa. Hann var grafinn við hlið konu sinnar í kirkju- garðinum »Highgate« í Lundúnum. Nokkur af börn- um Marx dóu á bernskuskeiði, er fjölskyldan bjó við skort og vandræði í Lundúnum. Þrjár dætur hans giftust enskum og frönskum sósial- istum, Elenora Aveling, Laura Lafargue og Jenny Longuet. N. Lemn,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.