Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 31

Réttur - 01.10.1930, Side 31
Rjettur] SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS 343 um, eftir því sem stjettarviturid hans vex. Því meir sem andstæðurnar skerpast og stiettabaráttan harðn- ar, því fleiri fylgja í fótspor forustusveitarinnar, þar til allur verkalýður brunar fram í sameiginlegri árás á síðasta vígi auðvaldsins. Aldrei hefir stofnun kommúnistaflokks á íslandi verið jafn knýjandi nauðsyn og einmitt nú. Allir, sem nokkuð fylgjast með rás viðburðanna, vita að til stórra tíðinda dregur um heim allan. Andstæður auðvalds- skipulagsins eru nú orðnar tröllauknari en nokkru sinni fyr, og áður en varir lýstur þeim saman með reg- inafli. Yfir ísland færist atvinnukreppa, sem hlýtur að hafa í för með sjer magnaðri stjettabaráttu en þjóð- in hefir áður kynst. Stjett stendur gegn stjett. Hvern- ig þessari baráttu lýkur veltur auðvitað á því hversu vænlega tekst með forustuna. En eins og stendur er íslenskur verkalýður gjörsamlega forustulaus. Og for- ustulaus stjett á ósigurinn vísan. Stofnun kommúnista- flokks, sem allur stjettvís verkalýður raðar sjer inn í og fylkir sjer um, er því fyrsti og nauðsynlegasti und- irbúningurinn undir baráttuna. Verkefni kommúnistaflokks er látlaus og ótrauð bar- átta í broddi fylkingar, þar til auðvaldinu er steypt og verkalýðurinn hefir tekið völdin og stofnað alræði ör- eiganna. En þar með er ekki hlutverki hans lokið. Enn á hann það verkefni fyrir höndum að festa byltinguna í sessi og hafa á hendi forustu hins vinnandi lýðs, sem reisir ríki jafnaðarstefnunnar og ljettir ekki fyr en allur stjettarmunur er þurkaður burt af yfirborði jarð- arinnar og skipulag kommúnismans er orðið að veru- leika. Þá fyrst er hinu mikla hlutverki kommúnista- ílokksins í veraldarsögunni lokið. Til þess að kommúnistaflokkur geti orðið hlutverki sínu vaxinn, þarf skipulag hans að vera rjett og bygt á allri þeirri reynslu, sem verkalýðurinn hefir aflað sjer með miklum fórnum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.