Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 46

Réttur - 01.10.1930, Page 46
[Rjettuv 358 HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU þessi félög er öreiginn velkominn, til að gleyma um stund striti dagsins og stéttinni, hylla kónginn og fán- ann, syngja ættjarðarsöngva o. s. frv. Það er brýnt fyrir unglingunum að élska og tilbiðja fegurðina, hina æðri, vímukenndu, dulrænu, fegurð, sem blundar í svæfandi stemningum, í litskrauti og hátiðleik kaþólsku kirkjunnar, og hinu auðmjúka, þolandi eðli, sem umber allt, kúgun og órétt. Og loks á það enn þá lindir til að svala öreigunum. — Vínið og dillandi dans. Vínið er fyrst og fremst arðberandi framleiðsla. Á borði auð- kýfingsins er það daglega drukkið með mat. En öreig- inn svalar sér í lindum þess, þegar örbirgðin herjar á og örvilnunin grípur hann, þegar honum finnst lífið yndissnautt. Upplausn og ringulreið hins borgaralega þjóðfélags birtist í vaxandi vínnautn, dillandi danzi. Danzinn er orðin Sýki, sem grípur þjóðirnar. Danzinn, sem annars getur verið gildisrík list, er eykur samstill- ingu og samræmi. öreigarnir danza og danza, gleyma stéttinni og hlekkjunum. Þannig er ferillinn í stórum dráttum. — Auðvitað getur munað svolitlu, hvort ör- eiginn er í sveit eða kaupstað. En aðalatriðin eru allt af þessi. — Bernskan er samgróin stéttarhagsmunun- um, þrautum fjölskyidunnar og þjáningum. En svo tekur yfirstéttin við uppeldinu og reynir að draga hug- ann frá stéttabaráttunni og gefa öreigunum ófullkom- ið brotabrot af lífskoðun sinni. Tækin eru margþætt og fornhelg: ríkið, trúarbrögð, skólar og ýmisleg félög og klúbbar. óneitanlega eru áhrifin mikil. Innan öreiga- stéttarinnar er fjöldi vinnandi lýðs, sem eigi getur varpað þessum lognu sannindum frá sér, en verður allt af auðmjúkur og sauðhægur í stéttarbaráttunni. Hann þarf að finna mátt sinn í uppreisn og samtökum, gleði sína og öryggi í samvinnu samstiltar stéttar. Uppeldi og fræðsla sú, er borgarastéttin veitir, er aðferð til að gylla hlekki öreiganna. En sem betur fer, fellur gyll-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.