Réttur - 01.07.1972, Side 3
SVAVAR GESTSSON
LANDHELGISMÁLIÐ
Þegar þetta er skrifað er um hálfur mán-
uður liðinn frá útfærslu landhelginnar. Meg-
inniðurstöður þróunar landhelgismálsins
síðustu vikurnar eru þessar:
1. Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýzkaland,
Noregur, Færeyjar, Bretland og Vestur-
Þýzkaland hafa á undanförnum árum stund-
að fiskveiðar hér við land. Allar þessar
þjóðir hafa viðurkennt landhelgina de facto
— nema Bretar og Vestur-Þjóðverjar.
2. Bretum hefur ekki tekizt að stunda hér
árangursríkar fiskveiðar. Afli þeirra hefur
verið lítil, þeir hafa verið í tveimur hóp-
um þétt saman og árangur þeirra því eng-
inn annar en sá að útvega brezkum fjölmiðl-
um „fréttaefni".
3. Afskipti Alþjóðadómstólsins af land-
helgismálinu hafa orðið til þess að opna
augu allra Islendinga fyrir því hvílíkur ó-
heillasamningur var gerður við Breta og
Vestur-Þjóðverja 1961.
4. Með samningunum við Belga hefur
tekizt að brjóta skarð í einangrunarmúr EBE-
ríkjanna.
5. Ribbaldaháttur Breta, herskipahótanir
og ögrunaraðgerðir á Islandsmiðum, hafa
leitt til þess að Islendingar eru almennt and-
vígir því að semja við Breta um landhelg-
ina. Yrði samið á leyfagrundvelli, verða Bret-
ar að viðurkenna lögsögu Islendinga yfir 50
mílunum, framkvæmd eftirlitsins með samn-
ingum og dómsvald, en viðurkenning ann-
131