Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 20
og óteljandi afbrigði hverskonar mengunar og eitr-
unar gera alþjóðlegt eftirlit iðnvæðingar nauðsyn.
Og hér er ekki um neitt einfalt vandamál að ræða.
T.d. DDT-skordýraeitrið er eitt af forsendum
„grænu byltingarinnar", sem hjálpar til að útrýma
hungri í Indlandi, en setst svo sem eitur að í
líkömum manna. Það þarf m. ö. orðum hinar marg-
víslegustu tilraunir til þess að koma aðgerðum
mannanna í samræmi við náttúruna — og það
verður aldrei gert ef gróðasjónarmiðið er látið
ráða. — En bara það að ætla að taka lyfjahringana
undir opinberan rekstur, eftir að t.d. annað eins
hneyksli og Thalidomid málið hefur gerzt, mætir
mikilli mótspyrnu, — og er þó þar um að ræða að
hindra gróða á sjúku fólki eða brall með blekkinga-
vörur, — og sýnir það hverjir erfiðleikar bíða þess
starfs, sem vinna verður, ef velferð manna á að
sitja í fyrirrúmi fyrir gróða auðhringa. Og það er
raunar ekki aðeins hvað framleitt er, sem stjórna
verður, heldur og hve mikið af auðæfum jarðar er
notað, — sumir auðhringir jarðar eru nú að þurr-
ausa námur nýsjálfstæðra ríkja, sem áttu að verða
þeim lífsbjörg framtíðar, og við Islendingar þekkj-
um sjálfir hvernig búið er að útrýma vissum hvala-
tegundum og jafnvel síldinni með ofveiði frá alda-
mótum. Það var hið mikla takmark iðnvæðingarinn-
ar að gera náttúruna manninum undirgefna. En
kapítalismanum, — meðan hann ræður iðnvæðing-
unni —, er það ekki nóg, ránseðli hans og græðgi
er svo óskapleg, að hann er að drepa náttúruna
líka, rétt eins og hann í blindri græðgi ætlaði alveg
að drepa enskan verkalýð í bernsku sinni, — ef
ekki hefði verið tekið i taumana.
Frjáls verðmyndun hefur verið eitt af grundvall-
arhugtökum borgaralegra hagfræðinga, en þýtt í
raun: einokunaraðstaða auðhringanna til að hækka
í sífellu verð á iðnaðarvörum sínum en lækka að
sama skapi verð á hráefnum dreifðra smáframleið-
enda þróunarlandanna. Eigi að stórbæta lífsaf-
komu alþýðunnar í þriðja heiminum, forða hálfu
mannkyninu frá hungri, þá er það grundvallar-
skilyrði að afnema þetta arðrán auðhringanna á
henni. Jafnframt verður að gerbreyta vaxtakjörun-
um, sem þróunarlöndin búa við, þannig að þau
fái fé frá stóriðjulöndunum helzt vaxtalaust til
skipulagðrar uppbyggingar atvinnuvega sinna.
Þannig mætti lengi telja. Og að vissu leyti er
rangt að vera að tala um endurmat gildanna. Hið
raunverulega er að þjóðskipulag auðvaldsins hef-
ur lifað sjálft sig, er í rauninni rotnandi lík, sem
148
forpestar mannheim og getur valdið tortímingu
hans. En afl verkalýðsins og þroski er enn ekki
nægur til að afnema þetta úrelta og hættulega
skipulag. Þess vegna verður, ef von á að vera um
björgun, að reyna að einangra hættulegustu auð-
hringana og sveigja þá undir lífsnauðsynlegar ráð-
stafanir, sem hinsvegar allar brjóta eðlilega í bág
við grundvallarreglu auðvaldsskipulagsins: að miða
allt við gróða en ekki við velferð mannanna.
IV.
Alþjóðleg samfylking
Til þess að framkvæma nauðsynlegar ráðstafanir
þarf eðlilega alþjóðlegt samstarf, því það er verið
að afstýra hættu, sem allt mannkyn er I.
Þeir aðilar, sem verða að vinna saman, ef af-
stýra á hættunni, eru þessir þrír:
Samfylking sú, er verkalýðurinn verður að skapa
í hinum kapítalistíska hluta Evrópu, — og þegar er
um rætt.
Sósíalistísku ríkin í heiminum.
Þriðji heimurinn.
Hvað sósíalistísku ríkin snertir, þá var það svo
að í fyrstu hrifningu af og brýnu nauðsyn á að iðn-
væða þau lönd sem brotizt höfðu undan yfirráðum
imperíalismans, sem allra skjótast, þá var hættun-
um, sem stóriðjunni fylgja, ekki gefinn sá gaumur,
er skyldi. En í þeim ríkjum eru allar forsendur til
að afstýra þessum hættum, af því tilgangur at-
vinnulífsins þar er velferð almennings, en ekki
gróðasöfnun.
Hinn arðrændi, hungrandi þriðji heimur helmings
mannkyns er hinsvegar mikið vandamál. Þar er
iðnvæðing spurning um líf eða dauða, valkostur
stundum: hvort er betra að deyja úr hungri eða
mengun. Ef verkalýður Vestur-Evrópu gerir skyldu
sína og bregst ekki einu sinni enn, þá eru hins-
vegar allar forsendur á alþjóðavettvangi fyrir ger-
breytingu á allri aðstöðu þriðja heimsins: með
sameiginlegu átaki samfylkingar í ríkjum Vestur-
Evrópu og sósíalistísku landanna má afnema og
útrýma hungri í þriðja heiminum, ef alþýðu- og
þjóðfrelsishreyfingar hans sjálfs hjálpa til með því
að steypa þeim afturhaldsstjórnum þar, sem við-