Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 30

Réttur - 01.07.1972, Síða 30
innrásin var gerð, lýstu leiðtogar flokksins yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Bangla-Desh sem sjálfstæðs ríkis. Þingmenn Awamibanda- lagsins kusu forseta, forsætisráðherra og rík- isstjórn fyrir hið nýja ríki og hafin var skipulagning þjóðfrelsishers. Þjóðfrelsisher þennan, Mukti Bahini, skorti aldrei liðsmenn. Um haustið 1971 nam herstyrkur þjóðfrels- ishersins um 50 þúsund manns (talan er ekki nákvæm). Stór landsvæði voru frelsuð víða um land og þjóðfrelsisherinn greiddi einnig atlögu að ýmsum stærri borgum. Er sjálfstæðisyfirlýsingin hafði verið sam- þykkt, voru kröfurnar í sex liða stefnuskránni úr sögunni. Awamibandalagið myndaði nú „samfylkingu" með sósíalísku flokkunum og skyldi hún hafa forystu í baráttunni fyrir frjálsu Bangla Desh. Af sósíalísku flokkun- um tóku þátt í samfylkingunni Þjóðlegi Awamiflokkurinn og tveir kommúnistaflokk- ar, en flokkur Marx Lenínista var ekki aðili, þótt hann væri nú fylgjandi aðskilnaði. Eins og getið var í upphafi bendir ýmislegt til þess, að frumkvæði og forysta innan skæru- liðasveita Mukti Bahini hafi verið að færast stöðugt meir í hendur sósíalistum. En 4. des- ember 1971 hélt indverskur her inn í Austur- Bengal og eftir 12 daga bardaga hafði hann með stuðningi skæruliða gersigrað andstæð- inga sína. Vesturpakistanski herinn í Austur- Bengal gafst upp hinn 16. desember. innar í Bangla Desh hefur líka valdið nokk- urri ringulreið meðal sumra byltingarsinn- aðra hópa í Bangla Desh og dregið úr þeim þrótt. Ef allar aðstæður hefðu verið hagstæð- ar, hefði getað farið svo, að byltingaröflin beggja vegna landamæranna hefðu sameinazt í baráttu fyrir byltingarstjórn í sameinuðu Bengal. Sameinað Bengal myndi verða lífvæn- leg pólitísk eining, enda byggt á landfræði- legri, efnahagslegri og menningarlegri ein- ingu. Sameining landshlutanna beggja gæti haft í för með sér miklar hagsbætur fyrir hina fátæku og arðrændu bændastétt á öllu svæð- inu. Eins og nú standa sakir á þessi möguleiki langt í land, en íbúar Bangla Desh geta þó gert sér meiri vonir um raunhæfar úrbætur í efnahags-, félags- og stjórnmálum. (Greinin er eftir Arve Ofstad og birtist í „Kontrast", 2. hefti 1972). Sig . Ragnarsson þýddi. Verður allt Bengal sameinað í framtíðinni? Byltingaröflin í Indlandi, en fremstir í flokki þeirra eru svonefndir naxalítar í Vest- ur-Bengal, eru klofin um þessar mundir og staða þeirra ekki sterk. Hefur barátta ind- versku stjórnarinnar gegn þeim reynzt mjög árangursrík. Afstaða Kínverja til styrjaldar- 158

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.